Erlendir aðilar skoða Neðri-Dal

Horft heim að Neðri-Dal sem er örskammt frá Geysi í …
Horft heim að Neðri-Dal sem er örskammt frá Geysi í Haukadal. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Erlendir aðilar hafa að undanförnu sýnt áhuga á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Jörðin er næsta jörð við Geysi í Haukadal.

Þráinn Bjarndal Jónsson, bóndi í Miklaholti, staðfestir þetta.

Hann segir ásett verð um 1,2 milljarða króna. Það sé hagstætt verð fyrir svo góða jörð. Margir hafi sýnt henni áhuga upp á síðkastið.

Þráinn Bjarndal vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Þá vildi fasteignasali hjá Stakfelli ekki tjá sig um málið. Vísaði hann á eigendur jarðarinnar. Þeir eru átta, Bjarndalsbræður, fæddir á árunum 1943-1952. Jörðin er 1.200 hektarar.

Kínverjar sagðir áhugasamir

Nokkuð var fjallað um söluna á Neðri-Dal í fjölmiðlum í fyrrasumar. Sagði Fréttablaðið meðal annars frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að skoða kaup á jörðinni. Var haft eftir fasteignasala að umræddir aðilar hefðu áhuga á að byggja upp ferðaþjónustu. Horft væri til staðsetningar jarðarinnar og þess að þar er heitt vatn.

Mikil uppbygging hefur farið fram á Geysissvæðinu síðustu ár. Meðal annars er nú verið að leggja lokahönd á nýtt lúxushótel við Geysi. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður á hótelinu og er stefnt að því að taka herbergin í notkun fyrir áramót. Ráðstefnusalir og spa verða svo opnuð í kjölfarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert