Sæmi Rokk heitir hann

Sæmi Rokk.
Sæmi Rokk. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mannanafnanefnd veitti Sæmundi Pálssyni, fyrrverandi lögregluþjóni og best þekktum sem lífverði Bobby Fischer, nýlega heimild til þess að breyta nafni sínu í Sæmi Rokk, eins og hann hefur verið kallaður síðan á unglingsárum þegar hann vakti athygli sem rokkdansari.

Nafnið Sæmi fékk samþykki nefndarinnar fyrir nokkrum árum og nú í vetur, þegar Sæmi sótti um Rokk sem aukanafn, þar sem það uppfyllti öll skilyrði og reglur varðandi málhefð og beygingarreglur íslenskrar tungu, varð nefndin við beiðni hans þar um.

Sæmi Rokk
Sæmi Rokk mbl.is/Arnþór Birkisson

„Mannanafnanefnd samþykkti umsóknina og ég er alsæll,“ segir Sæmi Rokk. Hann hét lengst Sæmundur og er Pálsson en nú hefur breyting orðið. Í kringum áttræðisafmælið fyrir tveimur árum lét hann að áeggjan góðra vina á reyna hvort breyta mætti nafni sínu. Fyrir lá úrskurður mannanafnanefndar frá 2014 sem heimilaði nafnið Sæmi. Þar með var málið hálfnað.

 Tvistaði til þess að gleyma

Við yfirferð nefndarinnar síðasta haust reyndist ekkert því til fyrirstöðu að heimila nafnið Rokk, enda félli það að íslenskri málhefð og beygingarreglum sem er frumskilyrði samþykktar og skráningar í mannanafnaskrá. Niðurstaða: Sæmi Rokk Pálsson.

En fyrst örlítið um manninn. Fyrir sextíu árum eða svo, þegar rokktónlistin fór að hljóma, sté Sæmi sporin svo aðdáun vakti. Dansparið Sæmi rokk og Didda, Jónína Karlsdóttir, voru stjörnur síns tíma. Þá fór orð af því að þegar lögregluþjónninn Sæmi mætti á vettvang hefði lauflétt danssýning með nokkrum rokkskrefum stundum gjörbreytt andrúmsloftinu og róað mannskapinn. Þá sést Sæma bregða fyrir í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu hvar hann hét reyndar Óliver Tvist sem sagðist tvista til þess að gleyma.

 Breytt í Þjóðskrá

Þessu til viðbótar er Sæmi byggingameistari að hundruðum húsa á höfuðborgarsvæðinu en þó best þekktur sem fylgdarmaður og lífvörður skáksnillingsins Bobby Fischer í heimsmeistaraeinvíginu í skák árið 1972. Þá myndaðist með þeim vinátta sem lengi varði. Átti Sæmi mikinn þátt í því að frelsa Fischer úr fangelsi í Japan en forsenda þess var íslenskur ríkisborgararéttur.

„Já, fólk var alltaf að stinga að mér að ég ætti að láta breyta nafninu enda þekkja mig flestir sem Sæma Rokk,“ segir hann. „Þegar til kom reyndist þetta ekki vera neitt mál og það var gaman að fá jákvætt bréf frá mannanafnanefnd. Nú fer þessi breyting inn í Þjóðskrána og þá breytist nafnið í öllum formlegum pappírum. Raunar hafa margir í minni fjölskyldu látið breyta nafninu sínu, svo sem dætur mínar tvær; Sigríður bætti við nafninu Arna, Hildur heitir nú Vera að millinafni og Júlía dóttir hennar setti til viðbótar inn nafnið Hera.“

 Dansar og fer í sund

Sæmi verður 82 ára eftir nokkra daga og er enn í fullu fjöri. Dansar, spilar bridds og golf og fer í sund. Á næstunni eru þau Ásgerður Ásgeirsdóttir kona hans svo á leiðinni til Alicante á Spáni.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósaskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...