Sæmi Rokk heitir hann

Sæmi Rokk.
Sæmi Rokk. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mannanafnanefnd veitti Sæmundi Pálssyni, fyrrverandi lögregluþjóni og best þekktum sem lífverði Bobby Fischer, nýlega heimild til þess að breyta nafni sínu í Sæmi Rokk, eins og hann hefur verið kallaður síðan á unglingsárum þegar hann vakti athygli sem rokkdansari.

Nafnið Sæmi fékk samþykki nefndarinnar fyrir nokkrum árum og nú í vetur, þegar Sæmi sótti um Rokk sem aukanafn, þar sem það uppfyllti öll skilyrði og reglur varðandi málhefð og beygingarreglur íslenskrar tungu, varð nefndin við beiðni hans þar um.

Sæmi Rokk
Sæmi Rokk mbl.is/Arnþór Birkisson

„Mannanafnanefnd samþykkti umsóknina og ég er alsæll,“ segir Sæmi Rokk. Hann hét lengst Sæmundur og er Pálsson en nú hefur breyting orðið. Í kringum áttræðisafmælið fyrir tveimur árum lét hann að áeggjan góðra vina á reyna hvort breyta mætti nafni sínu. Fyrir lá úrskurður mannanafnanefndar frá 2014 sem heimilaði nafnið Sæmi. Þar með var málið hálfnað.

 Tvistaði til þess að gleyma

Við yfirferð nefndarinnar síðasta haust reyndist ekkert því til fyrirstöðu að heimila nafnið Rokk, enda félli það að íslenskri málhefð og beygingarreglum sem er frumskilyrði samþykktar og skráningar í mannanafnaskrá. Niðurstaða: Sæmi Rokk Pálsson.

En fyrst örlítið um manninn. Fyrir sextíu árum eða svo, þegar rokktónlistin fór að hljóma, sté Sæmi sporin svo aðdáun vakti. Dansparið Sæmi rokk og Didda, Jónína Karlsdóttir, voru stjörnur síns tíma. Þá fór orð af því að þegar lögregluþjónninn Sæmi mætti á vettvang hefði lauflétt danssýning með nokkrum rokkskrefum stundum gjörbreytt andrúmsloftinu og róað mannskapinn. Þá sést Sæma bregða fyrir í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu hvar hann hét reyndar Óliver Tvist sem sagðist tvista til þess að gleyma.

 Breytt í Þjóðskrá

Þessu til viðbótar er Sæmi byggingameistari að hundruðum húsa á höfuðborgarsvæðinu en þó best þekktur sem fylgdarmaður og lífvörður skáksnillingsins Bobby Fischer í heimsmeistaraeinvíginu í skák árið 1972. Þá myndaðist með þeim vinátta sem lengi varði. Átti Sæmi mikinn þátt í því að frelsa Fischer úr fangelsi í Japan en forsenda þess var íslenskur ríkisborgararéttur.

„Já, fólk var alltaf að stinga að mér að ég ætti að láta breyta nafninu enda þekkja mig flestir sem Sæma Rokk,“ segir hann. „Þegar til kom reyndist þetta ekki vera neitt mál og það var gaman að fá jákvætt bréf frá mannanafnanefnd. Nú fer þessi breyting inn í Þjóðskrána og þá breytist nafnið í öllum formlegum pappírum. Raunar hafa margir í minni fjölskyldu látið breyta nafninu sínu, svo sem dætur mínar tvær; Sigríður bætti við nafninu Arna, Hildur heitir nú Vera að millinafni og Júlía dóttir hennar setti til viðbótar inn nafnið Hera.“

 Dansar og fer í sund

Sæmi verður 82 ára eftir nokkra daga og er enn í fullu fjöri. Dansar, spilar bridds og golf og fer í sund. Á næstunni eru þau Ásgerður Ásgeirsdóttir kona hans svo á leiðinni til Alicante á Spáni.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi

08:18 „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börnin ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð.“ Meira »

Spá talsverðri úrkomu fyrir austan

08:13 Talsverðri rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum um helgina og vatnavöxtum í ám á svæðinu að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólamatur með DHL um allan heim

07:57 „Þegar pantanir um jólamat berast með tölvupósti erlendis frá og frá ættingjum á Íslandi þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns. Meira »

Andlát: Þorsteinn Hjaltested bóndi á Vatnsenda

05:30 Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Hann varð 58 gamall. Meira »

WOW air áfram íslenskt

05:30 WOW air mun áfram starfa á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa félagsins. Á meðan svo er er ljóst að bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners getur aldrei orðið meirihlutaeigandi að félaginu. Meira »

SGS undirbýr aðgerðir

05:30 Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns. Meira »

Líkaði við færslu Ágústs Ólafs

05:30 Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta. Meira »

Mynd af Árna amtmanni

05:30 Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Meira »

Jólaverslun fyrr á ferðinni

05:30 „Almennt er mjög gott hljóð í fólki enda gengur vel í verslun þegar kaupmáttur er sterkur. Ég get hins vegar ekki svarað því hvernig ástandið er í hverri verslun fyrir sig,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Meira »

Verslunarrýmið mun stóraukast

05:30 Tugir nýrra þjónustu- og veitingarýma munu koma á markað í Reykjavík á næstu árum. Hátt hlutfall þeirra verður á þéttingarreitum sem eru misjafnlega langt komnir í byggingu á Hverfisgötu, á Hafnartorgi, við Austurhöfn, við Höfðatorg og á Hlíðarendasvæðinu. Meira »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar um eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hins vegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »