Sæmi Rokk heitir hann

Sæmi Rokk.
Sæmi Rokk. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mannanafnanefnd veitti Sæmundi Pálssyni, fyrrverandi lögregluþjóni og best þekktum sem lífverði Bobby Fischer, nýlega heimild til þess að breyta nafni sínu í Sæmi Rokk, eins og hann hefur verið kallaður síðan á unglingsárum þegar hann vakti athygli sem rokkdansari.

Nafnið Sæmi fékk samþykki nefndarinnar fyrir nokkrum árum og nú í vetur, þegar Sæmi sótti um Rokk sem aukanafn, þar sem það uppfyllti öll skilyrði og reglur varðandi málhefð og beygingarreglur íslenskrar tungu, varð nefndin við beiðni hans þar um.

Sæmi Rokk
Sæmi Rokk mbl.is/Arnþór Birkisson

„Mannanafnanefnd samþykkti umsóknina og ég er alsæll,“ segir Sæmi Rokk. Hann hét lengst Sæmundur og er Pálsson en nú hefur breyting orðið. Í kringum áttræðisafmælið fyrir tveimur árum lét hann að áeggjan góðra vina á reyna hvort breyta mætti nafni sínu. Fyrir lá úrskurður mannanafnanefndar frá 2014 sem heimilaði nafnið Sæmi. Þar með var málið hálfnað.

 Tvistaði til þess að gleyma

Við yfirferð nefndarinnar síðasta haust reyndist ekkert því til fyrirstöðu að heimila nafnið Rokk, enda félli það að íslenskri málhefð og beygingarreglum sem er frumskilyrði samþykktar og skráningar í mannanafnaskrá. Niðurstaða: Sæmi Rokk Pálsson.

En fyrst örlítið um manninn. Fyrir sextíu árum eða svo, þegar rokktónlistin fór að hljóma, sté Sæmi sporin svo aðdáun vakti. Dansparið Sæmi rokk og Didda, Jónína Karlsdóttir, voru stjörnur síns tíma. Þá fór orð af því að þegar lögregluþjónninn Sæmi mætti á vettvang hefði lauflétt danssýning með nokkrum rokkskrefum stundum gjörbreytt andrúmsloftinu og róað mannskapinn. Þá sést Sæma bregða fyrir í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu hvar hann hét reyndar Óliver Tvist sem sagðist tvista til þess að gleyma.

 Breytt í Þjóðskrá

Þessu til viðbótar er Sæmi byggingameistari að hundruðum húsa á höfuðborgarsvæðinu en þó best þekktur sem fylgdarmaður og lífvörður skáksnillingsins Bobby Fischer í heimsmeistaraeinvíginu í skák árið 1972. Þá myndaðist með þeim vinátta sem lengi varði. Átti Sæmi mikinn þátt í því að frelsa Fischer úr fangelsi í Japan en forsenda þess var íslenskur ríkisborgararéttur.

„Já, fólk var alltaf að stinga að mér að ég ætti að láta breyta nafninu enda þekkja mig flestir sem Sæma Rokk,“ segir hann. „Þegar til kom reyndist þetta ekki vera neitt mál og það var gaman að fá jákvætt bréf frá mannanafnanefnd. Nú fer þessi breyting inn í Þjóðskrána og þá breytist nafnið í öllum formlegum pappírum. Raunar hafa margir í minni fjölskyldu látið breyta nafninu sínu, svo sem dætur mínar tvær; Sigríður bætti við nafninu Arna, Hildur heitir nú Vera að millinafni og Júlía dóttir hennar setti til viðbótar inn nafnið Hera.“

 Dansar og fer í sund

Sæmi verður 82 ára eftir nokkra daga og er enn í fullu fjöri. Dansar, spilar bridds og golf og fer í sund. Á næstunni eru þau Ásgerður Ásgeirsdóttir kona hans svo á leiðinni til Alicante á Spáni.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

Í gær, 18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

Í gær, 17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

Í gær, 16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

Í gær, 15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

Í gær, 15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

Í gær, 13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

Í gær, 13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

Í gær, 12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

Í gær, 10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

Í gær, 09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...