Átta hættar við uppsögn

Átta ljósmæður hafa dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum.
Átta ljósmæður hafa dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum. mbl.is/Sigurður Bogi

Ein ljósmóðir dró uppsögn sína til baka á Landspítalanum í dag og eru þær orðnar átta, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Fjöldi ljósmæðra sagði starfi sínu lausu á meðan kjaradeila ljósmæðra stóð sem hæst, en í gær samþykktu ljósmæður með miklum meirihluta miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Landspítalinn hjálpaði til við að leysa deiluna, en þar var nýlega hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals. Þar er verðmætamat starfa meðal annars tekið til skoðunar, sem oft er til þess fallið að hækka laun hefðbundinna kvennastétta.

Að öðru leyti var samningurinn sá sami og felldur var í júní, fyrir utan þann hluta deilunnar sem leggja á fyrir gerðardóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert