Druslur sameinast gegn ofbeldi

Druslugangan 2017.
Druslugangan 2017. mbl.is/Árni Sæberg

„Með því að vera drusla ertu að standa upp gegn ofbeldi og taka afstöðu með þolendum. Með því að mæta á Druslugönguna er maður bæði að láta það í ljós að maður standi með þolendum og að maður vilji sjá kerfislega breytingu í samfélaginu okkar. Við viljum fá betri úrræði og við stöndum saman í þeirri baráttu,“ segir Stella Briem, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar.

Druslugangan á rætur sínar að rekja til Kanada og var haldin fyrst hérlendis árið 2011. Síðan þá hefur hún stækkað ört og fer á morgun fram í áttunda sinn. En hvað er Druslugangan?

Skilaboð Druslugöngunnar.
Skilaboð Druslugöngunnar. Ljósmynd/Rán Ísold Eysteinsd., Margrét A. Önnu Þorgeirsd., Ragnhildur Ásgeirsd.

„Druslugangan er hreyfing sem sýnir samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Hún er einnig krafa okkar til stjórnvalda um bætt úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Við viljum búa til öruggt rými fyrir þolendur og við viljum að þolendur finni fyrir stuðning og samstöðu frá samfélaginu.“

Stella segir að uppruni göngunnar hafi verið svipaður á Íslandi og hann var í Kanada. Í báðum tilfellum létu lögregluþjónar niðrandi og afvegaleiðandi ummæli falla í umræðunni um kynferðisofbeldi sem olli því að baráttufólk fylkti sér saman og mótmælti því að sökinni væri komið yfir á þolandann en ekki gerandann.

Samkvæmt Stellu fannst skipuleggjendum göngunnar mikilvægt að skilboðin heyrist á ...
Samkvæmt Stellu fannst skipuleggjendum göngunnar mikilvægt að skilboðin heyrist á fleiri tungumálum en íslensku og ensku. Ljósmynd/Rán Ísold Eysteinsd., Margrét A. Önnu Þorgeirsd., Ragnhildur Ásgeirsd.

Í fyrstu Druslugöngunni var því áherslan fyrst og fremst lögð á það að sama hve mikið maður neytir áfengis, hvernig maður klæðir sig eða hagar sér, kynferðislegt ofbeldi og áreitni er aldrei réttlætanlegt.

Stella segir að áherslurnar hafa breyst á Íslandi síðan þá. Þá var áherslan umfram öðru lögð á klæðaburð og slagorðið „still not asking for it,“ eða „ennþá ekki að biðja um það,“ kom fyrst fram.

„Síðan þá höfum við getað farið dýpra í vandamálið og samfélagsmeinið sem kynferðisofbeldi er,“ segir Stella og bætir við að baráttan hér á landi sé ekki jafn yfirborðskennd. 

„Við erum komin svolítið dýpra. Af hverju er þetta svona algengt og hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir þetta í staðinn fyrir að skoða hvernig hægt er að laga þetta þegar það er búið að gerast.“

Samkvæmt Stellu fannst skipuleggjendum göngunnar mikilvægt að skilboðin heyrist á ...
Samkvæmt Stellu fannst skipuleggjendum göngunnar mikilvægt að skilboðin heyrist á fleiri tungumálum en íslensku og ensku. Ljósmynd/Rán Ísold Eysteinsd., Margrét A. Önnu Þorgeirsd., Ragnhildur Ásgeirsd.

Á hverju ári reynir Druslugangan að sögn Stellu að leggja áherslu á einhverja ákveðna hlið kynferðisofbeldis. Í fyrra var stafrænt kynferðisofbeldi til að mynda í brennidepli. „Við höfum verið að brjóta þetta svolítið niður á hverju ári.“

Í ár hafi Druslugangan hins vegar ákveðið að fara „back to basics“ eins og Stella orðar það og áherslan er því ekki lögð á einhvern einn sérstakan hóp umfram aðra. „Með þessu viljum við gera það ljóst að Druslugangan er fyrir alla og það geta allir fundið sinn stað innan hennar. Sama hvaða hópi í samfélaginu þeir tilheyra.“ 

Stella segir að Druslugangan hafi því ákveðið að hafa skilaboð göngunnar á fleiri tungumálum en íslensku og ensku og það hafi raunar verið löngu tímabært. Plaggöt og upplýsingar séu því á sjö mismunandi tungumálum í ár. 

Stella segist vona að þátttakan í göngunni verði góð og að Metoo hreyfingin á síðasta ári muni hvetja ný mengi til þess að láta sjá sig.

„Umræðan er orðin meiri og fólk er farið að líta öðruvísi á þetta. Það sést samt með Metoo, að eins og okkur finnst umræðan vera mikil þá er langur vegur framundan. Það eru ennþá hliðar kynferðisofbeldis sem við viljum ekki tala um því það er óþægilegt og við kunnum ekki að takast á við það. Við þurfum að tala saman sem samfélag og finna úrræði.“

Gangan hefst klukkan 14:00 á morgun og er gengið frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli. Þar er þétt dagskrá, bæði átakanleg og erfið en líka skemmtileg.

Þær Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir sem kærðu báðar sama lögregluþjóninn fyrir kynferðislega misnotkun munu flytja ávarp. Þá verður hópur stúlkna sem vann verkefni í tengslum við Stígamót með gjörning og loks mun María Rut, einn forkálfa Druslugöngunnar hérlendis, ávarpa samkomuna.

Að því loknu mun hljómsveitin Sykur og tónlistarkonan GDRN stíga á stökk og plötusnúðurinn Dóra Júlía kemur einnig til með að þeyta skífum eitthvað fram eftir degi.

 

mbl.is

Innlent »

Deilibílalausn fyrir ferðamenn á Íslandi

21:15 „Koride er leið fyrir ferðamenn til að tengjast á auðveldan hátt og sjá nákvæmlega hverjir vilja fara hvert. Þú getur á einfaldan hátt fundið ferðafélaga og gengið frá praktískum málum,“ segir Kristinn Evertsson, einn af stofnendum Koride, í samtali við mbl.is. Meira »

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

20:35 Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Íslenska módelið virkar

20:00 Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi nær hámarki í 7.-8. bekk þegar um 80% ungmenna eru virk í hverri viku. Eftir það hefst brottfall af alvöru. Þetta er meðal þess sem fram kemur á fyrirlestri Margrétar Guðmundsdóttur félagsfræðings á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum. Meira »

Metanframleiðsla mun tvöfaldast

19:45 Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU var tekin í dag í Álfsnesi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og sex fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og eigenda SORPU tóku fyrstu stunguna. Meira »

Skaraði fram úr í tónleikaröð

19:30 Kristín Anna Guðmundsdóttir sópransöngkona varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valin af tónleikagestum sá söngvari sem þótti skara mest fram úr á sjö tónleikum sem nýverið voru haldnir í Torgau í NV-Saxlandi í Þýskalandi. Meira »

Leitar sameiginlegra lausna

19:30 „Það að hafa aðgengi að 500 millj­ón manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs. Meira »

Fiskidagsferðin varð til fjár

19:27 Vinningshafarnir heppnu, sem unnu fimmfaldan Lottópott um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram. Þau unnu 51,7 milljónir króna og voru stödd á Fiskideginum mikla á Dalvík er þau skutust á Akureyri og keyptu vinningsmiðann. Meira »

Segir ásakanirnar misbjóða sér

19:01 Þórður Georg Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gefið út yfirlýsingu vegna fyrirlesturs Þóru Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu, sem hún hélt á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Kyn og Íþróttir,“ í Háskólanum í Reykjavík í gær. Meira »

Formaður hrifinn af furðubrögðum

18:57 Á milli þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir starfar sem formaður Samtaka iðnaðarins og gegnir formennsku í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða, situr hún og smakkar til ís í raspi og kæstan síldarís svo fátt eitt sé nefnt. Meira »

Útilíkamsrækt í hreystigörðum

18:30 Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Meira »

Fer maraþon á hjólabretti

18:15 „Þetta er sjötta maraþonið mitt. Ég er hérna til að hafa gaman og njóta andrúmsloftsins. Svo er þetta skemmtileg leið til að sjá borgina,“ segir Chris Koch, 39 ára ferðalangur og hlaupari. Chris tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun á hjólabretti, en hann fæddist bæði án handa og fóta. Meira »

Miðbærinn tekur á sig mynd

17:30 Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2. Meira »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »

Fer lengra ef söfnunin gengur vel

15:02 „Við völdum að hlaupa fyrir Kraft því systir okkar þriggja, Ólöf, greindist með heilaæxli þegar hún var einungis þrítug,“ segir Unnur Lilja Bjarnadóttir. Hún og fjölskylda hennar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings Krafti. Meira »

„Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

14:54 „Það er tiltölulega ný farið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur verið lengi notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, doktor í lífefnafræði. Meira »
Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu.
Til sölu hurða opnari fyrir bílskúr . tegund: BERNAL Typ:BA 1000 ,þískur. 12...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Hreinsa Þakrennur ofl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...