Druslur sameinast gegn ofbeldi

Druslugangan 2017.
Druslugangan 2017. mbl.is/Árni Sæberg

„Með því að vera drusla ertu að standa upp gegn ofbeldi og taka afstöðu með þolendum. Með því að mæta á Druslugönguna er maður bæði að láta það í ljós að maður standi með þolendum og að maður vilji sjá kerfislega breytingu í samfélaginu okkar. Við viljum fá betri úrræði og við stöndum saman í þeirri baráttu,“ segir Stella Briem, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar.

Druslugangan á rætur sínar að rekja til Kanada og var haldin fyrst hérlendis árið 2011. Síðan þá hefur hún stækkað ört og fer á morgun fram í áttunda sinn. En hvað er Druslugangan?

Skilaboð Druslugöngunnar.
Skilaboð Druslugöngunnar. Ljósmynd/Rán Ísold Eysteinsd., Margrét A. Önnu Þorgeirsd., Ragnhildur Ásgeirsd.

„Druslugangan er hreyfing sem sýnir samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Hún er einnig krafa okkar til stjórnvalda um bætt úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Við viljum búa til öruggt rými fyrir þolendur og við viljum að þolendur finni fyrir stuðning og samstöðu frá samfélaginu.“

Stella segir að uppruni göngunnar hafi verið svipaður á Íslandi og hann var í Kanada. Í báðum tilfellum létu lögregluþjónar niðrandi og afvegaleiðandi ummæli falla í umræðunni um kynferðisofbeldi sem olli því að baráttufólk fylkti sér saman og mótmælti því að sökinni væri komið yfir á þolandann en ekki gerandann.

Samkvæmt Stellu fannst skipuleggjendum göngunnar mikilvægt að skilboðin heyrist á ...
Samkvæmt Stellu fannst skipuleggjendum göngunnar mikilvægt að skilboðin heyrist á fleiri tungumálum en íslensku og ensku. Ljósmynd/Rán Ísold Eysteinsd., Margrét A. Önnu Þorgeirsd., Ragnhildur Ásgeirsd.

Í fyrstu Druslugöngunni var því áherslan fyrst og fremst lögð á það að sama hve mikið maður neytir áfengis, hvernig maður klæðir sig eða hagar sér, kynferðislegt ofbeldi og áreitni er aldrei réttlætanlegt.

Stella segir að áherslurnar hafa breyst á Íslandi síðan þá. Þá var áherslan umfram öðru lögð á klæðaburð og slagorðið „still not asking for it,“ eða „ennþá ekki að biðja um það,“ kom fyrst fram.

„Síðan þá höfum við getað farið dýpra í vandamálið og samfélagsmeinið sem kynferðisofbeldi er,“ segir Stella og bætir við að baráttan hér á landi sé ekki jafn yfirborðskennd. 

„Við erum komin svolítið dýpra. Af hverju er þetta svona algengt og hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir þetta í staðinn fyrir að skoða hvernig hægt er að laga þetta þegar það er búið að gerast.“

Samkvæmt Stellu fannst skipuleggjendum göngunnar mikilvægt að skilboðin heyrist á ...
Samkvæmt Stellu fannst skipuleggjendum göngunnar mikilvægt að skilboðin heyrist á fleiri tungumálum en íslensku og ensku. Ljósmynd/Rán Ísold Eysteinsd., Margrét A. Önnu Þorgeirsd., Ragnhildur Ásgeirsd.

Á hverju ári reynir Druslugangan að sögn Stellu að leggja áherslu á einhverja ákveðna hlið kynferðisofbeldis. Í fyrra var stafrænt kynferðisofbeldi til að mynda í brennidepli. „Við höfum verið að brjóta þetta svolítið niður á hverju ári.“

Í ár hafi Druslugangan hins vegar ákveðið að fara „back to basics“ eins og Stella orðar það og áherslan er því ekki lögð á einhvern einn sérstakan hóp umfram aðra. „Með þessu viljum við gera það ljóst að Druslugangan er fyrir alla og það geta allir fundið sinn stað innan hennar. Sama hvaða hópi í samfélaginu þeir tilheyra.“ 

Stella segir að Druslugangan hafi því ákveðið að hafa skilaboð göngunnar á fleiri tungumálum en íslensku og ensku og það hafi raunar verið löngu tímabært. Plaggöt og upplýsingar séu því á sjö mismunandi tungumálum í ár. 

Stella segist vona að þátttakan í göngunni verði góð og að Metoo hreyfingin á síðasta ári muni hvetja ný mengi til þess að láta sjá sig.

„Umræðan er orðin meiri og fólk er farið að líta öðruvísi á þetta. Það sést samt með Metoo, að eins og okkur finnst umræðan vera mikil þá er langur vegur framundan. Það eru ennþá hliðar kynferðisofbeldis sem við viljum ekki tala um því það er óþægilegt og við kunnum ekki að takast á við það. Við þurfum að tala saman sem samfélag og finna úrræði.“

Gangan hefst klukkan 14:00 á morgun og er gengið frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli. Þar er þétt dagskrá, bæði átakanleg og erfið en líka skemmtileg.

Þær Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir sem kærðu báðar sama lögregluþjóninn fyrir kynferðislega misnotkun munu flytja ávarp. Þá verður hópur stúlkna sem vann verkefni í tengslum við Stígamót með gjörning og loks mun María Rut, einn forkálfa Druslugöngunnar hérlendis, ávarpa samkomuna.

Að því loknu mun hljómsveitin Sykur og tónlistarkonan GDRN stíga á stökk og plötusnúðurinn Dóra Júlía kemur einnig til með að þeyta skífum eitthvað fram eftir degi.

 

mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Í gær, 19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

Í gær, 19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

Í gær, 18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

Í gær, 18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

Í gær, 18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

Í gær, 18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

Í gær, 17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

Í gær, 17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

Í gær, 17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

Í gær, 16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Í gær, 16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

Í gær, 16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...