Mótorhjólaskógur grænn og dafnar vel

Ræktunarmenn, frá vinstri Ragnar Björnsson, Þórður Antonsson, Karvel H. Árnason, …
Ræktunarmenn, frá vinstri Ragnar Björnsson, Þórður Antonsson, Karvel H. Árnason, Sigurjón Andrésson, Emil Hreiðar Björnsson og Gísli Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Aðsend

Landið við Sultartanga hefur tekið stakkaskiptum og er nú orðið grænt og fallegt. Á undanförnum árum höfum við gróðursett þúsundir trjáplantna í lund sem við höfum til ráðstöfunar og dreift þar tugum tonna af áburði. Þetta hefur svo sannarlega skilað sér og það er ánægjulegt að sjá árangurinn af starfi okkar svona skýran,“ segir Sigurjón Andrésson, formaður Ferða- og útvistarfélagsins Slóðavina.

Innan vébanda Slóðavina eru um 600 manns, fólk sem hefur gaman af mótorsporti á vélhjólum, hvar ferðast er um skipulagðar leiðir og brautir í byggð og á hálendinu. Gjarnan er hjólað á svonefndu Bolöldusvæði, efst á Sandskeiði ofan við Reykjavík, en þar liggja slóðar fyrir mótorhjól sem eru samanlagt um 50 kílómetrar.

Með hjólin við Valöldu og í baksýn er eldfjallið mikla …
Með hjólin við Valöldu og í baksýn er eldfjallið mikla sem sést hvaðanæva af Suðurlandsundirlendinu. Ljósmynd/Aðsend

Uppgræðslustarf í tíu ár

Í Slóðavinum hangir þó meira á spýtunni en bara að ferðast, þar sem fólk í félaginu lætur talsvert til sín taka í umhverfismálum. Félagið hóf fyrir tíu árum undir forystu Hjartar L. Jónssonar uppgræðslu við Sultartanga. Þar hafa Hekluskógar tekið frá 300 hektara svæði sem er norðan þjóðvegarins frá Þjórsárbrúnni við Sultartangavirkjun að Ferjufit vestan Hrauneyjavegar.

Reitur þessi hefur nú fengið heitið Mótorhjólaskógurinn, enda eru ýmis fleiri félög í sportinu með í þessu verkefni. Má þar nefna Skutlurnar, félag mótorhjólakvenna, BMW-klúbbbinn, HOG Harley Davidson-klúbbinn og Gaflara svo nokkrir séu nefnir.

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert