Sindri Þór og tveir aðrir áfram í farbanni

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson.

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað Sindra Þór Stefánsson og tvo meinta samverkamenn hans í áframhaldandi farbann til 24. ágúst nk. Lögreglan á Suðurnesjum gefur ekki upp hve margir eru ákærðir í málinu. 

Ákært er fyr­ir stór­fellt þjófnaðar­brot auk þess sem sum­ir eru ákærðir fyr­ir að halda eft­ir upp­lýs­ing­um. Varðar málið stuld á 600 tölv­um að and­virði 200 millj­óna ís­lenskra króna úr gagna­ver­um í des­em­ber og janú­ar og alls hafa 23 verið hand­tekn­ir og yf­ir­heyrðir vegna máls­ins. Fimm hafa sætt gæslu­v­arðhaldi.

Tölvu­búnaður­inn er enn ófund­inn og málið tók óvænta stefnu þegar Sindri Þór, sem sætti gæslu­v­arðhaldi, flúði af Sogni og til Amster­dam í Hollandi þar sem hann var hand­tek­inn nokkr­um dög­um síðar. Hann hef­ur sætt far­banni síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert