Hafði heppnina með sér á Hvammstanga

Enginn var með allar aðaltölurnar réttar í dag.
Enginn var með allar aðaltölurnar réttar í dag.

Eng­inn var með all­ar aðal­töl­urn­ar rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og stefnir því í fjórfaldan pott næsta laugardag.  

Tveir heppnir miðahafar voru með bónusvinninginn og hlýtur hvor rúmlega 206 þúsund krónur í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í Söluskálanum á Hvammstanga.

Einn áskrifandi datt svo í lukkupottinn með fyrsta vinning í Jókertölum og hlýtur sá tvær milljónir króna í vinning. Að lokum var einn miðahafi með annan vinning í jókertölum og fær fyrir vikið 100.000 krónur.

Vinningstölur þessa síðasta laugardags júlímánaðar voru 2, 7, 19, 39 og 40.

mbl.is