Hótel við Hlíðarfjall var sett á ís

Byggð ofan Akureyrar, á leiðinni upp í Hlíðarfjall. Mynd úr …
Byggð ofan Akureyrar, á leiðinni upp í Hlíðarfjall. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hugmyndir um hótel í landi Hálanda við Hlíðarfjall á Akureyri hafa verið settar til hliðar í bili vegna annmarka í breyttu aðalskipulagi. Rætt var um allt að 250 herbergja hótel.

Halldór Jóhannsson, landslagsarkitekt og skipulagsráðgjafi, segir skýringuna liggja í annmörkum nýs aðalskipulags.

„Við gerð nýs aðalskipulags Akureyrar er skilgreiningu á svæðinu öllu breytt í frístundabyggð. Svo stóð í texta að á miðsvæði væri heimilt að byggja hótel. Skipulagsstofnun telur hins vegar að þessi skilgreining sé ekki fullnægjandi og sé ekki í takt við núverandi skipulagslög,“ segir Halldór en stofa hans, Teikn – ráðgjöf og hönnun, hefur unnið að málinu. Reiturinn sé því enn ódeiliskipulagður.

Hann segir mikinn áhuga á frístundahúsum á svæðinu. Öll húsin á efri hluta svæðisins séu seld og nú búið að teikna ný neðar í hlíðinni. 

Halldór segir svæðið spennandi. Stutt sé t.d. á skíða-, hesta- og skotsvæði og gönguleiðir nærri. Útsýnið yfir Akureyri og út á fjörð sé frábært. „Við höfum horft til þess að fella hótelið að landslaginu. Það kom kannski ekki nógu vel fram í skipulagslýsingunni á sínum tíma. 

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert