Útlendingum á gjörgæslu fjölgað um 150%

Útlendingar dvelja þrisvar sinnum fleiri daga á gjörgæsludeildum Landspítalans en …
Útlendingar dvelja þrisvar sinnum fleiri daga á gjörgæsludeildum Landspítalans en þeir gerðu fyrir fimm árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útlendingar dvelja þrisvar sinnum fleiri daga á gjörgæsludeildum Landspítalans en þeir gerðu fyrir fimm árum. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Eru erlendir sjúklingar sagðir þurfa meiri þjónustu en íslenskir, en spítalinn hafi þó ekki fengið sérstaka fjárveitingu vegna þessa sjúklingahóps.

Hefur erlendum ríkisborgurum á gjörgæslu Landspítalans fjölgað um rúm 150% á fimm árum. Þá dvelja útlendingar 200% fleiri daga á gjörgæslu, samkvæmt upplýsingum frá Landspítala.

Þeir ferðamenn sem leita til spítalans þurfa oftast á bráðaþjónustu eða gjörgæslu að halda og langalgengast er að útlendingar séu lagðir inn á spítalann yfir sumartímann og fara þá um 17% bráðalegurýma til útlendinga, en á þeim tíma er einnig mest um sumarlokanir á legudeildum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert