Aðgengi að háskólanámi stærsta spurningin

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. Ljósmynd/Háskólinn á Akureyri

„Þessi mikla aukning sem varð í ár, um 30%, kom okkur eiginlega svolítið á óvartSérstaklega í ljósi þess að við erum ekki enn farin að sjá mikil áhrif úr tvöföldum framhaldsskóla,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Hann segir þó að í nútímasamfélagi þurfi fólk að mennta sig í auknum mæli, breytingar séu mjög tíðar og því vanti skýrari stefnu um rekstur opinberra háskóla, þá sérstaklega hvað varðar aðgengi að háskólanámi.

Um­sókn­ir um nám við skólann fyr­ir skóla­árið 2018/​2019 slógu öll fyrri met og var end­an­leg tala um­sókna 2.083. Þá var 552 um­sækj­end­um synjað eða þeir höfðu ekki sent inn full­nægj­andi gögn með um­sókn­um sín­um.

„Við erum í fyrsta lagi mjög ánægð með svona mikinn áhuga á skólanum, þetta er búið að vera stigvaxandi síðustu árin, það var metár í fyrra líka með um 1.800 umsóknir. Fjögur af síðustu fimm árum höfum við slegið met miðað við fyrri ár,“ segir Eyjólfur og bætir við að hann búist við að aukningin verði einnig mikil meðal umsókna næstu ár. 

Við Háskólann á Akureyri stundar fjölbreyttur hópur nemenda af öllu landinu nám, þar af stór hluti nemenda í fjarnámi. Um 65% nemenda skólans eru utan höfuðborgarsvæðisins en um 35% nemenda eru á höfuðborgarsvæðinu. „Við náum til nemenda um allt land og það hefur verið aðalsmerki okkar að við veitum fólki aðgengi að háskólamenntun sama hvar það býr. [...] Við höfum sýnt fram á að það sé hægt að veita grunnháskólanám til allra sama hvar þeir búa á landinu,“ segir Eyjólfur. 

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. mbl.is/Skapti

Stjórnvöld þurfi að gefa skýr skilaboð um eftirspurn

Í tilkynningu Háskólans á Akureyri um málið segir að stjórn­völd þurfi að gefa skýr skila­boð um það hvernig tak­ast eigi á við um­fram­­spurn eft­ir námi við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

Eyjólfur segir að í ljósi aukinnar spurnar eftir háskólanámi þurfi að ráðast í enn frekari mótun á stefnu opinberra háskóla.

Hann bendir á að í nútímasamfélagi þurfi fólk að mennta sig í auknum mæli og breytingar séu mjög tíðar. Spurnin eftir háskólanámi verði því líklega meiri heldur en áður hefði verið gert ráð fyrir af hinu opinbera. 

„Það er ekki til nein stefna í landinu um það hversu stór hluti af hverjum árgangi sem útskrifast úr framhaldsskóla á að hafa aðgengi að háskóla. Þarna vantar í raun og veru skýra stefnu bæði fyrir Háskólann á Akureyri hvað varðar þann fjölda sem ríkisvaldið ætlast til að við sinnum, og hins vegar fyrir landið í heild sinni. Hvernig ætlum við að vera með háskólamenntun skipulagða næstu 10-15 árin? Það er mjög stór spurning í tengslum við þessa fjórðu iðnbyltingu. Ég held að þetta sé samtal sem þurfi að eiga sér stað mjög hratt næsta vetur. Það sem kannski vantar er heildarstefnan,“ segir Eyjólfur. 

„Ætlum við að leyfa öllum að koma í háskóla sem vilja koma í háskóla, eða viljum við gera strangari aðgangskröfur eða takmarkanir? Það er í raun og veru stóra spurningin, hverjir eigi að hafa aðgengi að háskólanámi,“ segir Eyjólfur.

Eyjólfur segir að vinna sé þegar hafin í þessum efnum en telur að m.a. tilkoma styttingar framhaldsskólanna ásamt breytingum í samfélaginu þýði að það þurfi að ljúka þeirri vinnu fyrr en áætlað var. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Olía í sjóinn á Fáskrúðsfirði

20:26 Olía fór í sjóinn við höfnina á Fáskrúðsfirði nú undir kvöld, er verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80. Á bilinu 1.000-1.500 lítrar af olíu fóru í sjóinn, segir Grétar Helgi Geirsson, formaður björgunarsveitarinnar Geisla. Meira »

Lifa lífinu í gegnum aðra

20:15 Samfélagsmiðlar og svefnleysi geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna, segir sálfræðingur frá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Áhrifavaldar finna fyrir togstreitu þegar þeir framleiða efni fyrir samfélagsmiðla. Meira »

Fluttu matarvagninn til Ólafsvíkur

19:42 Matarvagninn The Secret Spot, sem hefur staðið við Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi, flutti um helgina starfsemi sina til Ólafsvíkur. Hjónin Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir reka matarvagninn, en þau eru búsett í Ólafsvík. Meira »

Þáði starfið vegna kraftsins í Lilju

19:25 Jón Pétur Zimsen, nýráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, segir kraftinn og áhugann sem hann fann fyrir hjá Lilju hafa ráðið úrslitum þegar hann ákvað að taka að sér starfið. Jón Pétur lét í vor af störfum hjá Réttarholtsskóla eftir tuttugu ára starf hjá skólanum. Meira »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

18:40 Alls eru 138 sjúkrarúm á vegum Landspítalans og SÁÁ fyrir fólk á aldrinum 15-64 ára sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á þessum aldri eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »
Hjólabækurnar eru vestfirskt framtak!
Höfundur Ómar Smári í Garðaríki á Ísafirði: Vestfirðir Vesturland Suðvestu...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Almanak Þjóðvinafélagsins 1875 - 2000, 33 bindi, Kvæði Eggerts Ól...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...