Aðgengi að háskólanámi stærsta spurningin

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. Ljósmynd/Háskólinn á Akureyri

„Þessi mikla aukning sem varð í ár, um 30%, kom okkur eiginlega svolítið á óvartSérstaklega í ljósi þess að við erum ekki enn farin að sjá mikil áhrif úr tvöföldum framhaldsskóla,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Hann segir þó að í nútímasamfélagi þurfi fólk að mennta sig í auknum mæli, breytingar séu mjög tíðar og því vanti skýrari stefnu um rekstur opinberra háskóla, þá sérstaklega hvað varðar aðgengi að háskólanámi.

Um­sókn­ir um nám við skólann fyr­ir skóla­árið 2018/​2019 slógu öll fyrri met og var end­an­leg tala um­sókna 2.083. Þá var 552 um­sækj­end­um synjað eða þeir höfðu ekki sent inn full­nægj­andi gögn með um­sókn­um sín­um.

„Við erum í fyrsta lagi mjög ánægð með svona mikinn áhuga á skólanum, þetta er búið að vera stigvaxandi síðustu árin, það var metár í fyrra líka með um 1.800 umsóknir. Fjögur af síðustu fimm árum höfum við slegið met miðað við fyrri ár,“ segir Eyjólfur og bætir við að hann búist við að aukningin verði einnig mikil meðal umsókna næstu ár. 

Við Háskólann á Akureyri stundar fjölbreyttur hópur nemenda af öllu landinu nám, þar af stór hluti nemenda í fjarnámi. Um 65% nemenda skólans eru utan höfuðborgarsvæðisins en um 35% nemenda eru á höfuðborgarsvæðinu. „Við náum til nemenda um allt land og það hefur verið aðalsmerki okkar að við veitum fólki aðgengi að háskólamenntun sama hvar það býr. [...] Við höfum sýnt fram á að það sé hægt að veita grunnháskólanám til allra sama hvar þeir búa á landinu,“ segir Eyjólfur. 

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. mbl.is/Skapti

Stjórnvöld þurfi að gefa skýr skilaboð um eftirspurn

Í tilkynningu Háskólans á Akureyri um málið segir að stjórn­völd þurfi að gefa skýr skila­boð um það hvernig tak­ast eigi á við um­fram­­spurn eft­ir námi við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

Eyjólfur segir að í ljósi aukinnar spurnar eftir háskólanámi þurfi að ráðast í enn frekari mótun á stefnu opinberra háskóla.

Hann bendir á að í nútímasamfélagi þurfi fólk að mennta sig í auknum mæli og breytingar séu mjög tíðar. Spurnin eftir háskólanámi verði því líklega meiri heldur en áður hefði verið gert ráð fyrir af hinu opinbera. 

„Það er ekki til nein stefna í landinu um það hversu stór hluti af hverjum árgangi sem útskrifast úr framhaldsskóla á að hafa aðgengi að háskóla. Þarna vantar í raun og veru skýra stefnu bæði fyrir Háskólann á Akureyri hvað varðar þann fjölda sem ríkisvaldið ætlast til að við sinnum, og hins vegar fyrir landið í heild sinni. Hvernig ætlum við að vera með háskólamenntun skipulagða næstu 10-15 árin? Það er mjög stór spurning í tengslum við þessa fjórðu iðnbyltingu. Ég held að þetta sé samtal sem þurfi að eiga sér stað mjög hratt næsta vetur. Það sem kannski vantar er heildarstefnan,“ segir Eyjólfur. 

„Ætlum við að leyfa öllum að koma í háskóla sem vilja koma í háskóla, eða viljum við gera strangari aðgangskröfur eða takmarkanir? Það er í raun og veru stóra spurningin, hverjir eigi að hafa aðgengi að háskólanámi,“ segir Eyjólfur.

Eyjólfur segir að vinna sé þegar hafin í þessum efnum en telur að m.a. tilkoma styttingar framhaldsskólanna ásamt breytingum í samfélaginu þýði að það þurfi að ljúka þeirri vinnu fyrr en áætlað var. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tæpri 61 milljón úthlutað í styrki

16:51 Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi. Meira »

Ekki vitað hve margir fá endurgreitt

16:39 Enn er ekki ljóst hversu margir gætu átt rétt á leiðréttingu greiðslna frá Tryggingastofnun vegna ágalla í útreikningi örorkulífeyris þeirra sem hafa búið hluta ævinnar erlendis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is þetta meðal þess sem kom fram á fundi nefndarinnar. Meira »

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

16:19 Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Lögreglan lýsir eftir Toyota Corolla

15:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðri Toyota Corolla með skráningarnúmerið NN568, árgerð 2003, sem var stolið á Rauðarárstíg í Reykjavík síðdegis í gær. Meira »

Innbrotum á heimili fjölgar

15:21 Brotist var inn á 67 heimili í desember sem er talsverð fjölgun ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða. Þá hefur innbrotatilkynningum fjölgað en alls bárust 123 tilkynningar vegna innbrota. Þetta er meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2018. Meira »

Mega nú styrkja flokka um 550 þúsund

15:20 Ríkisendurskoðun hefur gefið út leiðbeiningar vegna breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka, frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra sem samþykkt voru 21. desember síðastliðinn og tóku gildi um áramótin. Meira »

Segja frá áreitni á vinnustöðum

15:02 „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ Þetta er spurning sem félagið Ungar athafnakonur (UAK) ætlar að leita svara við á samstöðufundi í kvöld þar sem rætt verður um afleiðingar og eftirfylgni vegna áreitis á vinnustað. Meira »

Sindri Þór í 4 og hálfs árs fangelsi

14:51 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sindra Þór Stefánsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi í gagnaversmálinu svokallaða.  Meira »

Vegagerðin kynni hugmyndir um Hringbraut

14:42 Umferðaröryggi Hringbrautar í Reykjavík verður til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag klukkan fjögur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir í samtali við mbl.is að hún hafi beðið um fundinn vegna bílslyss þar sem ekið var á barn fyrir nokkrum dögum. Meira »

Bílaleigubílum fjölgaði um 196%

14:17 Skráðum bílaleigubílum í umferð heldur áfram að fjölga, en hægir verulega á fjölgun þeirra milli ára samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá fjölgaði slíkum bifreiðum úr 7.280 í janúar 2013 í 21.544 í janúar 2019 og hefur verið meiri hlutfallsleg fjölgun yfir vetrartímann. Meira »

Að segja „ég er nóg“ dugi ekki

13:44 „Heilbrigðisstarfsmönnum ber siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða er á villigötum, þegar hætta er á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa,“ segir í færslu á Facebook-síðu Sálfræðingafélags Íslands. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...