Stuðningsfulltrúinn sýknaður

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað mann sem var sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Þetta staðfestir Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður eins þeirra sem kærðu manninn. Rúv greindi fyrst frá.

Hann segir að niðurstaða héraðsdóms hafi komið sér á óvart en bætir við að hann eigi eftir að lesa dóminn. Hann sé langur og þurft hafi að takast á við mörg álitaefni í málinu.

Spurður hvort málinu verði áfrýjað segir hann það í höndum ákæruvaldsins.

Maður­inn, sem var ákærður fyr­ir brot gegn fjór­um börn­um, neitaði sök við þing­fest­ingu máls­ins. Það var dóm­tekið að lok­inni aðalmeðferð 29. júní.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur setið í gæsluvarðahaldi síðan 19. janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert