Tekinn á 167 km hraða á Reykjanesbrautinni

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann sem mældist á 167 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn var á ferð á Reykjanesbrautinni til móts við Bæjarlind í Kópavogi um hálfeittleytið í nótt.

Var hann færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Bensínfóturinn var líka þungur á ökumanninum sem lögreglan á Akureyri stöðvaði á níunda tímanum í gærkvöldi á Leiruveginum. Mældist hann á rúmlega 120 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst. Sá ökumaður slapp við leyfissviptingu, en fékk 100.000 kr. sekt og þrjá punkta í ökuskírteinið fyrir hraðaksturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert