Þingvallavegur lokaður í 2 mánuði

Þingvallavegi hefur verið lokað á þeim stað þar sem hann …
Þingvallavegi hefur verið lokað á þeim stað þar sem hann liggur um þjóðgarðinn vegna endurbóta. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin hefur lokað Þingvallavegi á þeim stað þar sem hann liggur um þjóðgarðinn og verður vegurinn ekki opnaður aftur fyrr en í október. Er þetta gert vegna endurbóta á veginum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Er ferðalöngum í staðinn bent á hjáleið sem liggur um Vallaveg. Sá vegur er þó sagður mjór og henta illa fyrir stærstu bíla.

„Vegfarendur eru hvattir til að aka varlega og íhuga að nýta aðrar leiðir,“ segir í fréttinni. Þá óskar Vegagerðin eftir því að ferðaþjónustufyrirtæki noti minni bíla, eins og kostur er, á meðan framkvæmdir standa yfir.

Endurbæturnar á veginum verða unnar í tveimur áföngum og er lokunin nú því ekki ekki sú eina, veginum verður aftur lokað næsta vor og verður hann þá lokaður í mun lengri tíma, eða frá því í apríl og fram til september 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert