Trúverðugleiki fjölskyldu dreginn í efa

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta kemur furðulega á óvart,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður eins þeirra sem kærðu mann fyrir gróf kynferðisbrot er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Sævar Þór segir að í dóminum komi fram að vitnisburður umbjóðanda hans sé trúverðugur og líkindi séu fyrir sekt. Aftur á móti tekur dómarinn meðal annars fram að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til ræða málið sín á milli og það dragi úr trúverðugleika vitnisburðar hennar.

„Ég veit ekki alveg hvert við erum að fara með þessi mál í dag,“ segir Sævar Þór og bendir á að niðurstaðan sé að einhverju leyti í samræmi við sýknudóm sem féll nýlega í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar var vitnisburður fórnarlambsins talinn trúverðugur en ekki nægilegur til að sakfella manninn sem var ákærður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert