Tvær draga uppsögn til baka á Akureyri

Yfirvinnubann ljósmæðra leiddi ekki til mikillar röskunar á þjónustu við …
Yfirvinnubann ljósmæðra leiddi ekki til mikillar röskunar á þjónustu við barnshafandi konur á Akureyri að sögn forstjóra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þær tvær ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu við sjúkrahúsið á Akureyri  vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið, hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Þetta kemur fram í pistli Bjarna Jónassonar, forstjóra sjúkrahússins á Akureyri, sem birtur er á vef SAk, en Vikudagur sagði fyrst frá. Hann segist vona að fæðingarþjónusta og þjónusta við þungaðar konur færist sem fyrst í fyrra horf.

Átta ljósmæður við Landspítala hafa einnig dregið uppsagnir sínar til baka í kjölfar þess að nýr kjarasamningur var samþykktur.

Samkvæmt Bjarna leiddi yfirvinnubann ljósmæðra ekki til mikillar röskunar á starfsemi sjúkrahússins, en tekur jafnframt fram að sækja þurfti um undanþágur til að tryggja viðeigandi mönnun. „Það er mikill léttir að sátt hefur náðst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins,“ segir forstjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert