Vetnisstöð sett upp við Hellisheiðarvirkjun

Vetnið verður framleitt á athafnasvæði tæknigarða Hellisheiðarvirkjunar.
Vetnið verður framleitt á athafnasvæði tæknigarða Hellisheiðarvirkjunar. mbl.is/Golli

Orka náttúrunnar hefur tilraunaframleiðslu á vetni á næstu vikum. Búið er að kaupa rafgreini og verið er að setja hann upp á svæði tæknigarða vestan við Hellisheiðarvirkjun. Búist er við að hægt verði að hefja sölu á bíla í október.

Uppsetning vetnisstöðvarinnar er liður í evrópsku verkefni sem Orka náttúrunnar tekur þátt í með tveimur öðrum íslenskum fyrirtækjum; Orkunni, sem er í eigu Skeljungs, og Íslenskri nýorku. Orkan opnaði tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar fyrr í sumar. Notað verður innflutt vetni þar til byrjað verður að afgreiða vetni frá nýju stöðinni.

Framleiðslugeta rafgreinisins er rífleg miðað við þá bíla sem hér eru í notkun. Búist er við aukinni notkun á næstunni, meðal annars með vetnisknúnum strætisvögnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »