Allir sáttir í Herjólfsdal

Veðrið lék við Eyjamenn þegar þeir mættu í Herjólfsdal til …
Veðrið lék við Eyjamenn þegar þeir mættu í Herjólfsdal til þess að setja niður súlur fyrir hvítu tjöldin. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Það eru lang, langflestir mjög ánægðir með nýja fyrirkomulagið, en eins og gengur með nýja hluti þá eru alltaf smá hnökrar í byrjun,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag.

Nýtt fyrirkomulag var við tjöldun í ár. Í stað þess að blásið yrði til kapphlaups um stæði fyrir hvítu tjöldin, eins og tíðkast hefur um langa tíð, ákvað þjóðhátíðarnefnd að úthluta tjaldstæðum í fyrsta sinn.

„Það fengu allir að vita á sunnudaginn hvar þeim var úthlutað stæði og flestir voru sáttir við úthlutunina. Í stað þess að allir kæmu á sama tíma til þess að setja niður tjaldsúlurnar þá var byrjað síðdegis á þriðjudag að setja niður súlur á Reimslóð, Þórsgötu og Týsgötu klukkan 17 og endað á efri byggð og klettum klukkan 21.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert