Annie Mist og Björgvin í fimmta

Björgvin Karl á heimsleikunum í fyrra.
Björgvin Karl á heimsleikunum í fyrra. Ljósmynd/Crossfit Games

Annie Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði í fimmta sæti í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum og hófust í morgun Keppendur hafa lokið þremur af fjórum þrautum dagsins, en sú lengsta er eftir – maraþonróðurinn  þar sem keppendur þurfa að fara heilt maraþon á róðrarvél. Æfingin hefur aldrei áður verið tekin á heimsleikunum og bíður keppenda sannarlega þung æfing. Róðurinn hefst klukkan 22:10.

Katrín Tanja Davíðsdóttir tapaði forystu sinni meðal Íslendinganna í þriðju æfingu dagsins þar sem keppendur áttu að ná sem mestri samanlagðri þynd í hnébeygju, axlapressu og réttstöðulyftu. Þar hafnaði hún í 36. sæti af 40 keppendum og datt niður í 15. sæti. Annie Mist varð áttunda í þeirri æfingu og er hún núna með 188 stig.

Annie Mist á heimsleikunum í crossfit í fyrra. Hún er …
Annie Mist á heimsleikunum í crossfit í fyrra. Hún er í fimmta sæti í kvennaflokki, efst Íslendinga. Ljósmynd/Crossfit Games

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sæti fyrir ofan Katrínu Tönju í 14. sætinu en Sara varð tíunda í lyftingunum. Versti árangur Söru í dag var í hjólreiðunum í morgun þar sem hún endaði í 21. sæti. Björgvin Karl hefur verið nokkuð stöðugur í æfingum dagsins og er eins og áður sagði í fimmta sætinu, með 186 stig. Hann byrjaði vel og varð sjötti í hjólreiðunum, tíundi í muscle-ups og áttundi í lyftingunum. Matthew Fraser hefur átt góðan dag og er hann efstur karlkyns keppenda með 240 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert