Heimsleikarnir í beinni

Leikarnir fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum.
Leikarnir fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Ljósmynd/CrossFit, Inc.

Heimsleikarnir í crossfit eru byrjaðir. Leikarnir hófust klukkan 8:20 að staðartíma í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum, klukkan 13:20 að íslenskum tíma.

Fimm Íslendingar keppa í atvinnumannaflokki, fjórar konur og einn karl; Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir, og þrír í unglingaflokki; Brynjar Ari Magnússon, Birta Líf Þórarinsdóttir og Katla Björk Ketilsdóttir.

Fyrsta æfing dagsins í einstaklingsflokki er hjólreiðar þar sem keppendur hjóla á racer-hjólum tíu 1.200 metra hringi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert