Segir fullt tilefni til áfrýjunar

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður tveggja þeirra sem kærðu mann fyrir gróf kynferðisbrot er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir fullt tilefni til að áfrýja málinu til Landsréttar.

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn á mánudaginn af ákærum um að hafa beitt fjögur börn grófu kynferðislegu ofbeldi.

Embætti ríkissaksóknara tekur ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað til Landsréttar og þar er verið að skoða næstu skref.

„Oftast í þessum málum er dómurinn fjölskipaður. Þarna er einn dómari sem dæmir í málinu. Ég vil meina að miðað við umfang málsins hefði verið eðlilegast að hafa fjölskipaðan dóm,“ segir Sævar Þór.

Dómur í málinu féll á mánudaginn.
Dómur í málinu féll á mánudaginn. mbl.is

Ekki andleg geta til að kæra fyrr

Annar af tveimur umbjóðendum hans var metinn trúverðugur í dóminum. Þrátt fyrir það var stuðningsfulltrúinn sýknaður, meðal annars vegna samskipta fjölskyldu umbjóðandans um málið.

Úr dóminum: „Sem fyrr segir fær framburður brotaþola vissa stoð í framburði fjölskyldu hans, en eins og áður var rakið telur dómurinn ýmis atvik málsins þó til þess fallin að draga úr trúverðugleika framburðar þeirra.“

Sævar Þór segir ekkert óeðlilegt við það að fjölskylda tali um svona mál. Hann segir umbjóðanda sinn hafa þurft að vinna mikið í sjálfum sér og það hafi tekið langan tíma. Það sé ein af ástæðunum fyrir því að málið dróst á langinn. Stuðningsfulltrúinn var ákærður fyrir að brjóta gegn umbjóðanda hans á tímabilinu 2004 til 2010 þegar hann var 7 til 13 ára.

Sævar vill að málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Sævar vill að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. mbl.is/Hjörtur

Sævar Þór tók við málinu í ágúst í fyrra en fyrir þann tíma hafði fjölskylda umbjóðanda hans leitað til annars lögmanns. Það sé önnur ástæða fyrir því að málið dróst á langinn.  

„Samkvæmt umbjóðanda mínum þá hefur hann, eins og gögn málsins sýna, verið að vinna í sjálfum sér og hefur ekki haft andlega getu til að standa í því að kæra hann. Það er það sem mér finnst þurfa að horfa til, vegna þess að það er ekki auðvelt fyrir fólk að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldis og hvað þá að fara í málsókn,“ greinir hann frá.

„Ég er ekki tilbúinn til að samþykkja þann rökstuðning um að það dragi úr trúverðugleika aðstandenda að þeir höfðu haft langan tíma til að ræða sín á milli.“

Spurður hvernig umbjóðandi hans tók sýknudóminum á mánudaginn segir Sævar Þór að hann hafi tekið honum mjög illa.

Sönnunarbyrðin hjá fleiri en brotaþolum

Í dóminum kemur fram að ekki hafi tekist nægilega að sanna sekt mannsins enda þurfi að koma fram fullnaðarsönnun um hvert og eitt brot sem er ákært fyrir.

Sævar Þór kveðst lítið geta dæmt um framgöngu saksóknara í málinu. Hann segir það hafa verið mjög flókið og tekur fram að sönnunarbyrðin hafi ekki bara verið hjá brotaþolum heldur hafi ýmis önnur vitni verið kölluð til í málinu.

mbl.is

Innlent »

Hefja lagningu jarðstrengs á Kili

14:15 Ákvörðun um lagningu rafstrengs í jörð meðfram sunnanverðum Kjalvegi var tilkynnt á fréttamannafundi hjá RARIK nú eftir hádegið. Hann mun liggja meðfram veginum um Kjöl og ná upp að Hveravöllum. Stefnt er á að verkinu ljúki í haust. Meira »

Siglfirðingur vann 40 milljónir

13:57 Heppinn Siglfirðingur vann tæplega 40 milljónir skattfrjálst í lottói fyrir tveimur helgum, en hann keypti miðann í verslun Olís á Siglufirði. Tilviljun réð því að miðinn var keyptur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá, en kaupandinn var að fá sér að borða þegar hann tók eftir að potturinn stefndi í áðurnefnda upphæð og hann ákvað að kaupa miðann. Meira »

Ísland dýrasti áfangastaður Evrópu

13:51 Ferðamenn sem koma til Íslands greiða tæplega tvöfalt hærra verð fyrir vörur og þjónustu en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Ísland er um þessar mundir dýrasta land Evrópu og að öllum líkindum einn dýrasti áfangastaður heims fyrir ferðamenn. Meira »

Styttist í aðkomu fjárfesta

13:32 Hjólin eru farin að snúast enn frekar hjá Hreiðari Hermannssyni, hótelstjóra Stracta Hotels, sem vinnur að því hörðum höndum að stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Hann á von á því að geta farið að bjóða fjárfestum að borðinu strax í næstu viku. Meira »

Ópal undir tíðu eftirliti MAST

12:18 Matvælastofnun hefur fylgst grannt með framleiðslu hjá Ópali sjávarfangi síðan í ljós kom að afurðir frá fyrirtækinu væru listeríusmitaðar og gera má ráð fyrir að fyrirtækið falli um framleiðsluflokk. Meira »

Enginn neyðist til að sofa úti

11:59 Það er forgangsmál hjá Reykjavíkurborg að leysa húsnæðisvanda þeirra sem eru án heimilis í Reykjavík. Að enginn neyðist til að sofa úti nema viðkomandi óski þess sjálfur, segir Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs. 38% þeirra sem komu á Vog árið 2017 höfðu ekki húsnæði til umráða. Meira »

Stakk gat á hjólbarða bifreiða

11:34 Maður var handtekinn í Reykjavík í morgun grunaður um að hafa stungið gat á hjólbarða á bifreiðum, en tilkynnt var um manninn á sjöunda tímanum í morgun. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Tíðindalítið úr þrotabúi WOW

11:27 Þrátt fyrir fjölda fyrirspurna til skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup á eignum úr þrotabúinu er lítil hreyfing á slíkum viðskiptum. Meira »

Ætla að reyna til þrautar

10:30 „Það er búið að skipuleggja fundi út daginn og eftir atvikum um helgina ef þörf krefur,“ segir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Rafiðnaðarsam­bands Íslands og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, við mbl.is. Meira »

Til skoðunar að áfrýja

10:20 Forráðamenn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, eru með það til skoðunar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi þeim 1,2 milljarða króna í bætur frá Valitor. Um er að ræða töluvert lægri bætur en tjónið var metið vera. Meira »

Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

07:57 Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Meira »

Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

07:37 „Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Meira »

Norðanhret í vændum

07:20 Um miðja næstu viku er spáð norðanhreti og ljóst að það mun kólna talsvert frá því sem nú er. Segir veðurfræðingur að komandi maímánuður virðist engin undantekning frá því sem oft er - að það leggi í norðankulda í mánuðinum. Meira »

Hundruð í sóttkví

07:10 Hundruð nemenda og starfsmanna við tvo háskóla í Kaliforníu hafa verið settir í sóttkví vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Það sem af er ári hafa 695 smitast af mislingum í Bandaríkjunum og á heimsvísu hefur mislingatilvikum fjölgað um 300% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira »

Grunaður um brot á nálgunarbanni

06:42 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn síðdegis í gær þar sem hann var í óleyfi í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Maðurinn er grunaður um brot á nálgunarbanni og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Íslensk sulta í toppbaráttunni

05:30 Íslenski framleiðandinn Good Good náði á topp vinsældalista yfir mest seldu sulturnar hjá bandarísku vefversluninni Amazon nýverið. Meira »

Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

05:30 Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455. Meira »

Fundað um framkvæmd aðgerða

05:30 Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra hefur boðað til fundar hagsmunaaðila um miðjan maí til að fara yfir stöðu mála og ræða framkvæmdina. Meira »

Nýliðinn vetur var afar hlýr

05:30 Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...