Helmingur styður ríkisstjórnina

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 49,7 prósent en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna …
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 49,7 prósent en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er eilítið minna eða 44,5 prósent. mbl.is/Valli

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV greinir frá. 49,7 prósent þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur ekki mælst minni frá því ríkisstjórnin var mynduð í nóvember í fyrra.

Fylgi Viðreisnar dregst saman um tvö prósentustig og mælist nú tæplega níu prósent. Fylgi annarra flokka mælist nokkuð stöðugt. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist flokka stærstur með 24,6 prósenta fylgi. Því næst kemur Samfylkingin með 16,7 prósenta fylgi og bætir litlu við sig frá síðustu könnun. Tæp 14 prósent myndu kjósa Pírata og 10,7 prósent Vinstri græna.

Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 9,2 prósenta kjósenda, Miðflokkurinn er með 8,6 prósenta fylgi og Flokkur fólksins rekur lestina með sex prósent. 

Könnunin var gerð á netinu dagana 29.-30. júlí og svaraði um helmingur þeirra 7.000 sem voru í úrtakinu.



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert