Miðinn hefur hækkað um rúm 50%

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að samkeppnin sé hörð í …
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að samkeppnin sé hörð í sætaferðum milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verð á miðum í Flugrútuna, eða Flybus, á vegum Kynnisferða frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar hefur hækkað um rúm 50% á þremur og hálfu ári.

Í upphafi marsmánaðar sl. hækkaði verð aðra leið með flugrútunni um 250 krónur og er nú 2.950 krónur. Verð í Flugrútuna til og frá Keflavík hækkaði um 600 krónur og er nú 5.500 krónur. Önnur leiðin með Flybus+ hækkaði úr 3.300 krónum í 3.950 krónur og báðar leiðir úr 5.900 krónum í 6.950.

Frá miðjum september 2014 hefur verð í flugrútuna hækkað í nokkrum skrefum til dagsins í dag. Fyrir þann tíma árið 2014 kostuðu báðar leiðir með Flybus+ 4.500 krónur og önnur leiðin 2.500 krónur. Þá var verð í „venjulegu“ Flugrútuna 1.950 krónur aðra leið og 3.500 krónur fyrir báðar leiðir, að því er fram kemur í umfjöllun um ferðakostnað þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert