Suðurlandsvegur opinn á ný

Suðurlandsvegur hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys en umferð …
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys en umferð var beint um hjáleið um veg í kring­um Vestra-Gíslholts­vatn. Kort/Samgöngustofa

Opnað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Vegurinn við Land­vega­mót, vest­an Hellu, hafði verið lokaður síðan um klukkan tvö vegna um­ferðarslyss og hafði umferð verið beint um hjáleið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi skullu bíll og bifhjól saman. Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Annar var talsvert slasaður og var hann fluttur með þyrlu en hinn með sjúkrabíl.

Að sögn Sveins K. Rúnarssonar yfirlögregluþjóns hefur myndast töluverð teppa við Landvegamót þar sem veginum var lokað og beinir hann þeim tilmælum til þeirra sem eru á leið úr bænum að leggja tímanlega af stað og flýta sér hægt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert