Suðurlandsvegur enn lokaður vegna umferðarslyss

Hjáleiðin er um 20 kílómetrum lengri en um Suðurlandsveg.
Hjáleiðin er um 20 kílómetrum lengri en um Suðurlandsveg. Kort/Samgöngustofa

Suðurlandsvegur er lokaður við Landvegamót, vestan við Hellu, vegna umferðarslyss. Er umferð beint í gegnum hjáleið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Óskað var eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni að slysstað. 

Þeir sem eru á leið austur, frá Selfossi og í átt að Hellu og/eða Hvolsvelli, þá er umferðinni beint á veg í kringum vestra-Gíslholtsvatn.

Það er ekki hægt að segja á þessari stundu hversu lengi vegurinn verður lokaður en tilkynnt verður um leið og hann opnast aftur.

Uppfært klukkan 17:14: 

Suðurlandsvegur er enn lokaður og hefur Rúv eftir lögreglunni á Suðurlandi að bíll og bifhjól hafi lent saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan á Landspítalann og lenti þyrlan upp úr klukkan hálf fjögur. 

Umferð er beint í gegnum hjáleið og þeir  sem eru á leið austur, frá Selfossi og í átt að Hellu/Hvolsvelli er beint á veg í kringum vestra-Gíslholtsvatn. Af þessum sökum lengist leiðin um um það bil 20 km.

Uppfært klukkan 17:48

Vegurinn hefur verið opnaður á ný.

Suðurlandsvegur er lokaður við Landvegamót, vestan við Hellu, vegna umferðarslyss.
Suðurlandsvegur er lokaður við Landvegamót, vestan við Hellu, vegna umferðarslyss. Kort/Lögreglan
mbl.is