Valgeir fær styrk vegna Árborgarlags

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson í Ósló í sumar ásamt Ómari Diðrikssyni …
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson í Ósló í sumar ásamt Ómari Diðrikssyni og Hjörleifi Valssyni. mbl.is/Atli Steinn

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt samhljóða umsókn frá tónlistarmanninum Valgeiri Guðjónssyni fyrir hönd Bakkastofu þar sem óskað er eftir styrk vegna upptöku Árborgarlagins „Borgin við ána“.

Fram kemur í fundargerð að í tilefni af 20 ára afmæli sveitarfélagsins Árborgar telji bæjarráð vel við hæfi og fulla ástæða til að samþykkja styrkumsóknina.

„Bæjarráð fagnar því þegar einstaklingar búsettir í sveitarfélaginu hafa frumkvæði, áhuga og metnað til þess að kynna sína heimabyggð með listsköpun sinni á jafnjákvæðan hátt og hér um ræðir,“ segir í fundargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert