Velferðarráð vill svör um stöðu heimilislausra

Við at­hug­un á fjölda utang­arðsfólks í Reykja­vík árið 2017 kom ...
Við at­hug­un á fjölda utang­arðsfólks í Reykja­vík árið 2017 kom fram að fjölgað hafði í þeim hópi um 95% frá ár­inu 2012. mbl.is/Golli

Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur gefið út dagskrá fyrir fund ráðsins um stöðu heimilislausra í Reykjavík sem fer fram 10. ágúst. Fundinum var flýtt í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis, sem var birt 16. júlí, þar sem kom m.a. fram að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur aukist um 95% frá árinu 2012. Gert er ráð fyrir því að hagsmunaaðilar svari þremur spurningum á fundinum.

Stefna Reykjavíkurborgar að renna út

Í fundarboði velferðarráðs segir m.a. að tilgangur fundarins sé að leita úrbóta í málefnum utangarðsfólks með því að varpa sem víðtækustu ljósi á vandann og hlusta á sjónarmið þeirra sem standa honum næst. Þá segir að fundurinn muni marka fyrstu skrefin í nýrri stefnumótun Reykjavíkurborgar en núverandi stefna borgarinnar í málefnum utangarðsfólks rennur út á þessu ári.

Fundurinn hefst á kynningu á húsnæðisúrræðum fyrir utangarðsfólk og uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar. Þá fer fram kynning á áliti umboðsmanns Alþingis og viðbrögðum velferðarsviðs við því. 

Hagsmunaaðilar krafðir svara

Fyrri hluti fundarins verður opinn hagsmunaaðilum sem og notendum þjónustu Reykjavíkurborgar. Yfir 30 hagsmunaaðilar og önnur samtök hafa verið boðuð á fundinn og er gert ráð fyrir því að fulltrúar þeirra taki til máls. Velferðarráð hefur óskað eftir því að aðilar undirbúi sig fyrir fundinn og svari þremur spurningum í stuttu máli. Spurningarnar eru:

1. Hver er að mati þinnar stofnunar/samtaka helsti vandi sem blasir við utangarðsfólki í dag?
2. Hverjar eru lausnir á þeim vanda?
3. Hvernig á að forgangsraða lausnum?

Aukafundur í borgarráði

Boðað var til aukafundar í borgarráði Reykjavíkur sl. þriðjudag að beiðni minnihlutans í borginni um það „neyðarástand“ sem ríkir í málum heimilislausra í Reykjavík. Þar voru lagðar fram ýmsar tillögur til úrbóta bæði frá meiri- og minnihluta. Tillaga frá meirihlutanum sem var í átta liðum var samþykkt auk tillagna frá Flokki fólksins og Sósíalistaflokki Íslands.

Eftir þann fund lýstu fulltrúar minnihlutans yfir vonbrigðum með fundinn og sögðu hann ekki hafa borið þann árangur sem vonir stóðu til. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósílistaflokksins, gagnrýndi m.a. að tillögum hennar hefði verið vísað til velferðarráðs með tilheyrandi töfum.

„Þannig er nú mál með vexti að vel­ferðarráð er í sum­ar­leyfi, þannig að af­greiðsla máls­ins frest­ast. Til­lag­an gekk hins veg­ar út á að Reykja­vík­ur­borg komi taf­ar­laust á ólík­um leiðum að bú­setu­úr­ræðum fyr­ir hús­næðis­lausa ein­stak­linga. Með því að vísa mál­inu til vel­ferðarráðs tefst þessi málsmeðferð,“ sagði Sanna, við blaðamann mbl.is, eftir fundinn á þriðjudag.

Boð á fundinn fengu:

Afstaða
Barnaverndarstofa
Barka
Draumasetrið
Félagsbústaðir
Geðhjálp
Geðsvið Landspítalans
Gistiskýlið Lindargötu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálpræðisherinn
Hlaðgerðarkot
Íbúðalánasjóður
Krýsuvíkursamtökin
Kærleikssamtökin
Ljósbrot
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur
notendur þjónustu Reykjavíkur
Nýtt-Takmark
Olnbogabörn
Rauði kross Íslands
Rótin
Samhjálp
SÁÁ
skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur
SEA
Velferðarráðuneytið
umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
velferðarvaktin
VoR-teymi
þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.

mbl.is

Innlent »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífastökk

22:07 Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »

Önnur andarnefjan dauð

19:28 „Þetta var bara að gerast núna. Við vorum að reyna að snúa dýrinu. Það spriklaði og við urðum að reyna að snúa því og það hefur bara ekki þolað það,“ segir Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá Sérferðum. Önnur andarnefjan sem festist í sjálfheldu í Engey í Kollafirði er dauð. Meira »

Tveir kílómetrar fullgerðir í haust

19:10 Framkæmdum á Þingvallavegi miðar ágætlega, að sögn Einars Más Magnússonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni. Níu kílómetra kafli sem liggur um þjóðgarðinn hefur verið lokaður frá 30. júlí en til stendur að breikka veginn um tvo metra, koma upp vegriði og ráðast í aðrar öryggisaðgerðir. Meira »

Sölutími íbúða að styttast

18:49 Sérbýli hefur hækkað talsvert meira í verði en fjölbýli undanfarna mánuði og sú þróun hélt áfram í júlí. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,2% milli mánaða en verð sérbýlis um 0,8%. Fjölbýli hefur nú hækkað um 3,8% á undanförnum 12 mánuðum en sérbýli um 8,9%. Meira »

Hlaupa og gleyma ekki gleðinni

18:30 „Pabbi, Stefán Hrafnkelsson, var greindur með alzheimer snemma í fyrrasumar eftir greiningarferli sem staðið hafði yfir í nokkurn tíma. Hann var 58 ára þegar hann greindist og þegar greiningin lá fyrir kynntumst við Alzheimersamtökunum,“ segir Arndís Rós Stefánsdóttir. Meira »

Engin gögn enn borist frá kjararáði

18:15 Fjármálaráðuneytið og Þjóðskjalasafnið greinir á um hvorri stofnuninni beri að taka til greina beiðni um aðgang að fundargerðum kjararáðs. Skrifstofustjóri kjararáðs er enn í fullu starfi við að ganga frá skjalasafni ráðsins en hefur þó enn ekki haft samband við Þjóðskjalasafn. Meira »

Andarnefjur í sjálfheldu í Engey

17:55 „Þær eru ekki algengar á þessu svæði. Það er mjög sjaldgæft að við fáum andarnefjur inn á flóann og oftast eru þær fleiri. Okkur finnst það skrítið að það séu bara tvö dýr. Þær hafa verið að elta einhverja fæðu,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Tvær andarnefjur liggja fastar í sjálfheldu í Engey. Meira »

Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar

17:25 Endurkröfur, sem vátryggingarfélög eignast á hendur þeim sem valda tjóni í umferðinni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, voru færri árið 2017 en árið 2016. Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar mikið en flestar endurkröfur verða til vegna ölvunar tjónvalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá endurkröfunefnd. Meira »

Skjálfti að stærð 3,3 í Torfajökli

17:15 Rétt fyrir hálf fimm í dag varð skjálfti að stærð 3,3 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni. Fannst hann meðal annars í Landmannalaugum. Sjö aðrir smærri skjálftar urðu á svæðinu í kjölfarið, en enginn gosórói er að sögn Veðurstofunnar. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...