Velferðarráð vill svör um stöðu heimilislausra

Við at­hug­un á fjölda utang­arðsfólks í Reykja­vík árið 2017 kom ...
Við at­hug­un á fjölda utang­arðsfólks í Reykja­vík árið 2017 kom fram að fjölgað hafði í þeim hópi um 95% frá ár­inu 2012. mbl.is/Golli

Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur gefið út dagskrá fyrir fund ráðsins um stöðu heimilislausra í Reykjavík sem fer fram 10. ágúst. Fundinum var flýtt í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis, sem var birt 16. júlí, þar sem kom m.a. fram að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur aukist um 95% frá árinu 2012. Gert er ráð fyrir því að hagsmunaaðilar svari þremur spurningum á fundinum.

Stefna Reykjavíkurborgar að renna út

Í fundarboði velferðarráðs segir m.a. að tilgangur fundarins sé að leita úrbóta í málefnum utangarðsfólks með því að varpa sem víðtækustu ljósi á vandann og hlusta á sjónarmið þeirra sem standa honum næst. Þá segir að fundurinn muni marka fyrstu skrefin í nýrri stefnumótun Reykjavíkurborgar en núverandi stefna borgarinnar í málefnum utangarðsfólks rennur út á þessu ári.

Fundurinn hefst á kynningu á húsnæðisúrræðum fyrir utangarðsfólk og uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar. Þá fer fram kynning á áliti umboðsmanns Alþingis og viðbrögðum velferðarsviðs við því. 

Hagsmunaaðilar krafðir svara

Fyrri hluti fundarins verður opinn hagsmunaaðilum sem og notendum þjónustu Reykjavíkurborgar. Yfir 30 hagsmunaaðilar og önnur samtök hafa verið boðuð á fundinn og er gert ráð fyrir því að fulltrúar þeirra taki til máls. Velferðarráð hefur óskað eftir því að aðilar undirbúi sig fyrir fundinn og svari þremur spurningum í stuttu máli. Spurningarnar eru:

1. Hver er að mati þinnar stofnunar/samtaka helsti vandi sem blasir við utangarðsfólki í dag?
2. Hverjar eru lausnir á þeim vanda?
3. Hvernig á að forgangsraða lausnum?

Aukafundur í borgarráði

Boðað var til aukafundar í borgarráði Reykjavíkur sl. þriðjudag að beiðni minnihlutans í borginni um það „neyðarástand“ sem ríkir í málum heimilislausra í Reykjavík. Þar voru lagðar fram ýmsar tillögur til úrbóta bæði frá meiri- og minnihluta. Tillaga frá meirihlutanum sem var í átta liðum var samþykkt auk tillagna frá Flokki fólksins og Sósíalistaflokki Íslands.

Eftir þann fund lýstu fulltrúar minnihlutans yfir vonbrigðum með fundinn og sögðu hann ekki hafa borið þann árangur sem vonir stóðu til. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósílistaflokksins, gagnrýndi m.a. að tillögum hennar hefði verið vísað til velferðarráðs með tilheyrandi töfum.

„Þannig er nú mál með vexti að vel­ferðarráð er í sum­ar­leyfi, þannig að af­greiðsla máls­ins frest­ast. Til­lag­an gekk hins veg­ar út á að Reykja­vík­ur­borg komi taf­ar­laust á ólík­um leiðum að bú­setu­úr­ræðum fyr­ir hús­næðis­lausa ein­stak­linga. Með því að vísa mál­inu til vel­ferðarráðs tefst þessi málsmeðferð,“ sagði Sanna, við blaðamann mbl.is, eftir fundinn á þriðjudag.

Boð á fundinn fengu:

Afstaða
Barnaverndarstofa
Barka
Draumasetrið
Félagsbústaðir
Geðhjálp
Geðsvið Landspítalans
Gistiskýlið Lindargötu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálpræðisherinn
Hlaðgerðarkot
Íbúðalánasjóður
Krýsuvíkursamtökin
Kærleikssamtökin
Ljósbrot
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur
notendur þjónustu Reykjavíkur
Nýtt-Takmark
Olnbogabörn
Rauði kross Íslands
Rótin
Samhjálp
SÁÁ
skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur
SEA
Velferðarráðuneytið
umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
velferðarvaktin
VoR-teymi
þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.

mbl.is

Innlent »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

Í gær, 18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

Í gær, 17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Í gær, 17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Í gær, 17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

Í gær, 17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

Í gær, 16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

Í gær, 16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

Í gær, 16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

Í gær, 15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...