Velferðarráð vill svör um stöðu heimilislausra

Við at­hug­un á fjölda utang­arðsfólks í Reykja­vík árið 2017 kom ...
Við at­hug­un á fjölda utang­arðsfólks í Reykja­vík árið 2017 kom fram að fjölgað hafði í þeim hópi um 95% frá ár­inu 2012. mbl.is/Golli

Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur gefið út dagskrá fyrir fund ráðsins um stöðu heimilislausra í Reykjavík sem fer fram 10. ágúst. Fundinum var flýtt í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis, sem var birt 16. júlí, þar sem kom m.a. fram að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur aukist um 95% frá árinu 2012. Gert er ráð fyrir því að hagsmunaaðilar svari þremur spurningum á fundinum.

Stefna Reykjavíkurborgar að renna út

Í fundarboði velferðarráðs segir m.a. að tilgangur fundarins sé að leita úrbóta í málefnum utangarðsfólks með því að varpa sem víðtækustu ljósi á vandann og hlusta á sjónarmið þeirra sem standa honum næst. Þá segir að fundurinn muni marka fyrstu skrefin í nýrri stefnumótun Reykjavíkurborgar en núverandi stefna borgarinnar í málefnum utangarðsfólks rennur út á þessu ári.

Fundurinn hefst á kynningu á húsnæðisúrræðum fyrir utangarðsfólk og uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar. Þá fer fram kynning á áliti umboðsmanns Alþingis og viðbrögðum velferðarsviðs við því. 

Hagsmunaaðilar krafðir svara

Fyrri hluti fundarins verður opinn hagsmunaaðilum sem og notendum þjónustu Reykjavíkurborgar. Yfir 30 hagsmunaaðilar og önnur samtök hafa verið boðuð á fundinn og er gert ráð fyrir því að fulltrúar þeirra taki til máls. Velferðarráð hefur óskað eftir því að aðilar undirbúi sig fyrir fundinn og svari þremur spurningum í stuttu máli. Spurningarnar eru:

1. Hver er að mati þinnar stofnunar/samtaka helsti vandi sem blasir við utangarðsfólki í dag?
2. Hverjar eru lausnir á þeim vanda?
3. Hvernig á að forgangsraða lausnum?

Aukafundur í borgarráði

Boðað var til aukafundar í borgarráði Reykjavíkur sl. þriðjudag að beiðni minnihlutans í borginni um það „neyðarástand“ sem ríkir í málum heimilislausra í Reykjavík. Þar voru lagðar fram ýmsar tillögur til úrbóta bæði frá meiri- og minnihluta. Tillaga frá meirihlutanum sem var í átta liðum var samþykkt auk tillagna frá Flokki fólksins og Sósíalistaflokki Íslands.

Eftir þann fund lýstu fulltrúar minnihlutans yfir vonbrigðum með fundinn og sögðu hann ekki hafa borið þann árangur sem vonir stóðu til. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósílistaflokksins, gagnrýndi m.a. að tillögum hennar hefði verið vísað til velferðarráðs með tilheyrandi töfum.

„Þannig er nú mál með vexti að vel­ferðarráð er í sum­ar­leyfi, þannig að af­greiðsla máls­ins frest­ast. Til­lag­an gekk hins veg­ar út á að Reykja­vík­ur­borg komi taf­ar­laust á ólík­um leiðum að bú­setu­úr­ræðum fyr­ir hús­næðis­lausa ein­stak­linga. Með því að vísa mál­inu til vel­ferðarráðs tefst þessi málsmeðferð,“ sagði Sanna, við blaðamann mbl.is, eftir fundinn á þriðjudag.

Boð á fundinn fengu:

Afstaða
Barnaverndarstofa
Barka
Draumasetrið
Félagsbústaðir
Geðhjálp
Geðsvið Landspítalans
Gistiskýlið Lindargötu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálpræðisherinn
Hlaðgerðarkot
Íbúðalánasjóður
Krýsuvíkursamtökin
Kærleikssamtökin
Ljósbrot
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur
notendur þjónustu Reykjavíkur
Nýtt-Takmark
Olnbogabörn
Rauði kross Íslands
Rótin
Samhjálp
SÁÁ
skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur
SEA
Velferðarráðuneytið
umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
velferðarvaktin
VoR-teymi
þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.

mbl.is

Innlent »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á bát sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

08:38 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn. Meira »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...