Vörðu 5.700 stundum í fræðslu

Starfsfólkið hafði úr miklum fjölda námskeiða að velja í fyrra.
Starfsfólkið hafði úr miklum fjölda námskeiða að velja í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

ÁTVR fjárfesti í tæplega 5.700 klukkustundum til fræðslu og þjálfunar starfsmanna, u.þ.b. 142 vinnuvikum, á síðasta ári. Fræðslustundir á hvert stöðugildi voru átján, rúmlega tveir dagar á hvern starfsmann.

Auk námskeiða í vínfræðum sem flestir sóttu og frekari kennslu af þeim toga, var boðið upp á fjölbreytt námskeið, m.a. í skyndihjálp, núvitund, sparnaðarráðum, hjólafærni, námskeiði um orkuþjófa, stress, heilsu karla og námskeið um það hvernig breyta skuli lífsvenjum.

„Þetta er fyrst og fremst hugsað sem þjónustuþjálfun. Í grunninn einbeitum við okkur að vínfræðslu og slíku,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Spurð í Morgunblaðinu í dag um tilganginn með öðrum námskeiðum segir hún að þau séu hluti mannauðsstefnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert