Alvarlegir innvortis áverkar eftir bílslys

TF-LÍF flaug í austurátt til að sækja fólkið, eins og …
TF-LÍF flaug í austurátt til að sækja fólkið, eins og myndin sýnir. mbl.is/Árni Sæberg

Kona og karl sem slösuðust í bílslysi á Suðurlandsvegi í gær eru enn á sjúkrahúsi. Fólkið var saman á mótorhjóli sem skall á bíl og var vegurinn lokaður í þrjá tíma vegna slyssins.

Karlinn, sem var við stýrið, er minna slasaður og liggur á almennri deild. Konan er með alvarlega innvortis áverka en ástand hennar er þó stöðugt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er fólkið íslenskt og komið yfir miðjan aldur.

mbl.is