Amerigo Vespucci í fyrsta sinn í íslenskri höfn

Amerigo Vespucci siglir inn í Reykjavíkurhöfn.
Amerigo Vespucci siglir inn í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Það var óvenjuleg sjón sem blasti við árrisulum íbúum Reykjavíkur í morgun. Þá fylgdi lóðsinn Magni tignarlegu seglskipi til hafnar.

Þar fer skólaskip á vegum ítalska flotans, þriggja mastra og ríflega 82 metra langt. Miðmastrið rís hvorki meira né minna en 52 metra upp fyrir sjólínu.

Skipið er nefnt í höfuðið á einum þekktasta landkönnuði, fjármálamanni og kortagerðarmanni Ítala, Amerigo Vespucci, sem fæddur var 1454 og lést 1512. Nýi heimurinn, Ameríka, dregur nafn sitt af hinum mikla Ítala. Hægt verður að skoða skipið í dag og á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert