Brennisteinslyktin berst í Húnaþing

Skaftárhlaup við Eldvatnsbrú. Brennisteinslyktin úr Skaftárhlaupinu hefur borist norður í …
Skaftárhlaup við Eldvatnsbrú. Brennisteinslyktin úr Skaftárhlaupinu hefur borist norður í land. mbl.is/Jónas Erlendsson

Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um brennsteinslykt. Hafa þó nokkrar tilkynningar vegna þessa borist úr Húnaþingi vestra sem og úr Svartár- og Langadal.

„Að sögn Veðurstofu Íslands tengist þetta Skaftárhlaupi sem er í gangi á Suðurlandi þessa stundina,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar, sem kveður Veðurstofuna hafa fengið fleiri tilkynningar annars staðar frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert