Bretinn á risahjólinu kominn á Djúpavog

Joff Summerfield, Bretinn sem hjólar í kringum landið á veltipétri, er kominn til Djúpavogs. Hann var þar um klukkan eitt í dag og er á leiðinni suður.

Summerfield kemur á Djúpavog.
Summerfield kemur á Djúpavog. mbl.is/Andrés Skúlason

Andrés Skúlason, fréttaritari mbl.is á Djúpavogi, náði myndum af Joff þegar hann fór í gegnum bæinn en hann stoppaði þar í klukkustund og fékk sér að borða. Andrés segir áhuga fólks á hjólinu hafa verið mikinn og túristarnir hafi streymt að honum.

Jeff hefur frá árinu 1999 hjólað umhverfis jörðina tvisvar sinnum á veltipétrinum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. Hring­ferðin í kring­um Ísland er hluti af stærra ferðalagi Joff, en hann hef­ur nú þegar hjólað 45.000 kíló­metra leið líkt og kom fram í ítarlegu viðtali við hann á mbl.is í lok síðasta mánaðar.

Joff Summerfield hjólar hringinn um heiminn.
Joff Summerfield hjólar hringinn um heiminn. mbl.is/Andrés Skúlason
Bretinn á risahjólinu, svokölluðum veltipétri, hefur eðlilega vakið mikla athygli.
Bretinn á risahjólinu, svokölluðum veltipétri, hefur eðlilega vakið mikla athygli. mbl.is/Andrés Skúlason
mbl.is/Andrés Skúlason
mbl.is/Andrés Skúlason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert