Katrín Tanja heldur fjórða sætinu

Katrín Tanja og Annie Mist skipa fjórða og fimmta sæti …
Katrín Tanja og Annie Mist skipa fjórða og fimmta sæti keppninnar eins og staðan er núna.

Katrín Tanja Davíðsdótt­ir er enn í fjórða sæti eftir fyrstu æfingu síðasta dags heims­leik­anna í cross­fit. Leik­arn­ir fara fram í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um. Björg­vin Karl Guðmunds­son og Annie Mist Þóris­dótt­ir eru bæði í fimmta sæti í sín­um flokk­um.

Katrín Tanja náði öðru sætinu í fyrstu æfingu dagsins, en þar þurftu kepp­end­ur að klára fimm um­ferðir af hlaupi, æf­ingu á hjóli og með sleða.

Önnur æfing dagsins hófst klukkan 19  að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með henni í beinni hér að neðan.

Síðasta æfing heimsleikanna hefst svo klukkan 20:35 að ís­lensk­um tíma en ekk­ert ligg­ur fyr­ir um æf­ing­arn­ar á þess­um tíma­punkti.

Efst­ur í karla­flokki er Mat­hew Fraser með 1.062 stig, Pat­rick Vellner er í öðru með 870 stig og Lukas Hög­berg í þriðja með 836 stig. Björg­vin Karl er með 778 stig en 100 stig fást fyr­ir fyrsta sætið í hverri grein og því nóg af stig­um eft­ir í keppn­inni.

Sömu stiga­regl­ur gilda í kvenna­flokki þar sem Tia-Cla­ir Toomey er með 1.000 stig. Laura Hor­vath er í öðru með 914 stig og Kara Saund­ers með 872. Katrín Tanja er með 852 stig og Annie Mist með 758 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert