Minni sókn Íslendinga að Laugaveginum

Umhverfið á svæðinu er undurfagurt.
Umhverfið á svæðinu er undurfagurt. Ljósmynd/Jóhann Kári Ívarsson

Laugavegurinn, ein vinsælasta gönguleið landsins, er vel sóttur af ferðamönnum. Skálaverðir í skálum við gönguleiðina segja aðsóknina þó töluvert minni í ár en undanfarin ár og þá sérstaklega meðal íslensks göngufólks.

„Sumarið hefur ekki verið sérstakt veðurfarslega séð og svo setti HM strik í reikninginn. Það hefur verið mjög lítið um Íslendinga,“ segir Anders Rafn Sigþórsson, skálavörður Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri.

„Það er líka bara búið að vera svoleiðis síðustu ár að það hefur bara verið einn og einn hópur af Íslendingum. 95% göngufólks hafa verið túristar. Íslendingarnir virðast fara eitthvað annað að ganga, því þetta er orðið eins og Gullfoss og Geysir.“

Laugavegsgönguleiðin er um margt fræg fyrir einstakt landslag.
Laugavegsgönguleiðin er um margt fræg fyrir einstakt landslag. Ljósmynd/Jóhann Kári Ívarsson

Þarf að skipuleggja með árs fyrirvara

Anders segir að þó svo að langt sé liðið á sumarið sé nóg eftir af göngutímabilinu. „Við lokum hér í Hrafntinnuskeri 18. september, þannig að það er í raun besti tíminn eftir.“ Ferðamenn byrja snemma að bóka skálagistingar á gönguleiðinni og því þarf að skipuleggja sig vel fram í tímann ef ætlunin er að freista þess að ná skálaplássi á öllum stöðum leiðarinnar.

Höskuldsskáli er minnstur af skálunum og því með tiltölulega fá gistipláss svo að hann er gjarnan uppbókaður yfir háannatímann. „Skálinn er eiginlega alltaf fullur. Frá júní og fram í september er hann eiginlega bókaður öll kvöld og búið að bóka hann frá október árið áður. Þess vegna er mælt með því að fólk skipuleggi sig ár fram í tímann,“ segir Anders.

Flestir gefa sér góðan tíma til að ganga Laugaveginn og algengt er að gangan taki um fjóra daga með gistingu. „Það er klassíska leiðin að byrja í Landmannalaugum, koma svo hingað í Hrafntinnusker og gista hér. Ganga svo í Álftavatn, gista þar og þaðan í Emstrur og enda svo í Þórsmörk,“ útskýrir Anders. 

Anders Rafn Sigþórsson hefur unnið sem skálavörður í Hrafntinnuskeri í ...
Anders Rafn Sigþórsson hefur unnið sem skálavörður í Hrafntinnuskeri í nokkur ár. Hann er mikill göngumaður og er hér í grunnbúðum Everest. Ljósmynd/Aðsend

Túristarnir halda að þeir séu að deyja

Anders segir að vinnan sé skemmtileg. „Við erum tveir skálaverðir hér í Hrafntinnuskeri. Núna hef ég unnið hér í nokkur ár og það eru að koma leiðsöguhópar með bílstjóra til þess að keyra farangurinn á hverjum degi og maður er farinn að þekkja þetta fólk. Þetta er eins og að fá vini í heimsókn á hverjum degi.“

Það var snjókoma á svæðinu í júní en Anders segir að þau kippi sér lítið upp við vont veður.„Það snjóaði reyndar óvenjulega oft núna í júní, en það er alls ekkert óvenjulegt að það snjói nokkrum sinnum yfir sumarið. Við höfum alveg fengið snjóbyl í miðjum júní og við kippum okkur ekki upp við það. Það er aðallega það að túristarnir halda að þeir séu að deyja, en það er nú bara alveg tóm vitleysa,“ segir Anders og hlær.

Ljósmynd/Jóhann Kári Ívarsson

Best að forðast bómullina

Umgengnin á svæðinu hefur líka verið góð að sögn Anders. „Það eru langflestir mjög samviskusamir og skilja ekkert rusl eftir og taka allt upp eftir sig. En svo er alltaf þessi eini og eini svarti sauður sem gerir það ekki. Þegar þetta er komið upp í þennan fjölda þá fjölgar þeim aðilum auðvitað, en þeir reyna þá frekar að fela rusl hérna í skálanum en ekki á gönguleiðinni sjálfri, sem er skárra, þó svo að maður rekist alveg á eitt og eitt pappírssnifsi á leiðinni,“ segir Anders.

Þegar lagt er upp í langa göngu líkt og Laugaveginn þarf að hafa ýmislegt í huga. Þar er góður útbúnaður mikilvægur að sögn Anders. „Það þarf fyrst og fremst að vera klæddur í allt mögulegt veður, þá ull og regnfatnað. Og alls ekki í bómull því hún verður svo þung og köld þegar hún blotnar. Svo þarf að reyna að pakka eins létt og maður getur, það munar um að bera 15 eða 20 kíló.“

Höskuldsskáli í Hrafntinnuskeri. Töluvert hefur snjóað á svæðinu í sumar.
Höskuldsskáli í Hrafntinnuskeri. Töluvert hefur snjóað á svæðinu í sumar. Ljósmynd/Jóhann Kári Ívarsson
mbl.is

Innlent »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband, sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað, rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmenn sumarhótels sem rekið er á staðnum tóku myndbandið upp og var þeim sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna, sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...