Blesi gönguköttur fær far í bakpokanum

Blesi fær hér far í bakpokanum hjá Trausta Daníelssyni, 9 ...
Blesi fær hér far í bakpokanum hjá Trausta Daníelssyni, 9 ára. Ljósmynd/Elín Björk Jónasdóttir

Kötturinn Blesi vílar ekki fyrir sér að ganga á fjöll með fjölskyldu sinni. Þegar hann verður þreyttur á göngunni fær Blesi far með öðrum úr fjölskyldunni líkt og skemmtileg mynd sem birt var á facebooksíðunni Spottaði kött sýnir. Veðurfræðingurinn Elín Björk Jónasdóttir er eigandi Blesa.

„Okkur fannst mannúðlegra að prufa að taka Blesa með í staðinn fyrir að skilja hann eftir og láta einhvern koma og fóðra hann af því að hann er svo félagslyndur,“ segir Elín Björk í samtali við mbl.is. Blesi, sem er rúmlega eins árs fress, hefur nýtt sumarið í ferðalög með fjölskyldunni um Ísland í sumar. „Við sjáum ekkert eftir því,“ bætir hún við.

Elín Björk segir Blesa vera góðan í bílnum. „Hann hatar hins vegar kattabúrið, þannig að hann liggur bara í aftursætinu í bílnum á milli drengjanna tveggja. Þar er hann bara í ólinni og þeir passa bara að hann sé ekkert að flakka.“

Ljósmynd/Elín Björk Jónasdóttir

Duglegur ef það eru göngustígar

Blesi hóf ævina á því að keyra frá Patreksfirði í júlí fyrra í fanginu á barnabarni eiganda læðunnar sem átti Blesa. Fjölskyldan reyndi svo fyrst að fara með hann í gönguferð um jólin í kringum Rauðavatn. „Það gekk ekkert rosalega vel,“ segir Elín Björk. „Við vorum með stuttan taum á honum og hann var skíthræddur við allt og alla. Hann virðist hins vegar hafa orðið hugaðri eftir því sem leið á, þannig að þetta gekk alveg ljómandi vel í sumar.“

Elín Björk segir fjölskylduna telja sömu reglur gilda um ketti á ferðalögum og gildi um hunda. „Þannig að hann fékk beisli og ól,“ segir hún. Og Blesi hefur verið til í að fylgja fjölskyldunni á gönguferðum þeirra. „Stundum er hann ekkert á því að byrja, en ef hann fær smá tækifæri til að skoða umhverfið og jafna sig er hann tilbúinn að fara af stað. Hann er líka rosa duglegur ef það eru göngustígar og virðist vita að hann eigi að fylgja þeim.“

Blesi í hlíðum Spákonufells með þeim Trausta (t.v.) Snorra (t.h.)
Blesi í hlíðum Spákonufells með þeim Trausta (t.v.) Snorra (t.h.) Ljósmynd/Elín Björk Jónasdóttir

Kann að meta nammið í nestistímanum

Spurð hvort það sé ekkert mál að vera með Blesa í taumi segir hún það ekki alltaf vandkvæðalaust. „Við þurfum alveg að fara á hans hraða eins og okkar. Stundum vill hann ekki halda áfram og þá tökum við hann bara upp og höldum á honum,“ segir Elín Björk. „Svo fær hann líka alls konar nammi eins og harðfisk og rækjur í gönguferðunum, þannig að hann áttaði sig fljótt á að það væri ýmislegt góðgæti að fá í nestistímum.“

Blesi fær líka stundum far með öðrum í fjölskyldunni ef hann verður þreyttur. „Við höfum verið að halda á honum, en svo prufuðum við bakpokann í fyrradag og það gekk ágætlega,“ segir hún.

„Hann er alveg til í að vera þar í svolítinn tíma, eða þangað til hann er búinn að hvíla sig nóg til að halda áfram sjálfur.“ Elín Björk kveðst hafa prufað að setja bakpokann framan á sig þegar þau fóru niður af Spákonufellinu um daginn. „Þá kúrði hann sig niður og sofnaði þar í smástund.“

Blesi á því framtíðina fyrir sér sem göngu- og bakpokaköttur. Raunar stendur hann sig einnig vel í tjaldferðalögum og hefur gist með fjölskyldunni í tjaldi án vandkvæða. Blesi mun því fá að fylgja fjölskyldunni áfram á ferðalögum um ókomin ár.

mbl.is

Innlent »

Hyggst láta af störfum formanns

22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Alltof hægt gengið að friðlýsa

22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að alltof hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

19:27 Eigandi City Park Hótel segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík, verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »

Aldrei verið sótt um leyfi fyrir stækkun

15:55 Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...