Vatn flæðir yfir þjóðveginn

Svona var umhorfs við þjóðveginn í Eldhrauni í gær. Nú …
Svona var umhorfs við þjóðveginn í Eldhrauni í gær. Nú flæðir vatn yfir veginn og hefur hámarkshraði verið lækkaður niður í 30 km/klst. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Jökulvatn úr Skaftárhlaupi er farið að flæða yfir þjóðveg eitt í nágrenni við útsýnisstaðinn í Eldhrauni í Skaftárhreppi. Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður í 30 kílómetra á klukkustund. Vegagerðin er væntanleg á staðinn.

Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að veginum hafi ekki verið lokað enn sem komið er. „Hámarkshraðinn er kominn niður í þrjátíu kílómetra og við sjáum svo hvað úr þessu verður,“ segir Sveinn. Ákvörðun um hvort loka eigi veginum er í höndum Vegagerðarinnar.  

Hlaupið, sem hófst á föstudag og náði hámarki aðfaranótt sunnudags, hefur farið lækkandi við Sveinstind en áhrifa þess gætir við Kirkjubæjarklaustur þar sem enn er nokkurt rennsli sem orsakar það að flætt hefur yfir þjóðveginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert