Notkun snjalltækja í kennslustofum leiðir til lægri einkunna

Tillaga um að banna snjallsíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar hlaut ekki ...
Tillaga um að banna snjallsíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar hlaut ekki brautargengi í borgarstjórn fyrr á þessu ári. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Notkun snjallsíma og spjaldtölva í kennslustundum hefur neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda í lokaprófum og leiðir til lægri einkunna þegar slík tæki eru notuð í kennslustofum í öðrum en akademískum tilgangi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í tímaritinu Educational PsychologyNiðurstaðan kemur ekki á óvart, segir prófessor við Háskóla Íslands.

Rannsóknin er sú fyrsta sem sýnir fram á orsakatengsl milli truflunar frá snjalltækjum í kennslustundum og frammistöðu nemenda í prófum.

Slæm áhrif smita frá sér

Nemendur sem ekki nota snjallsíma eða spjaldtölvu, meðan á kennslu stendur, en eru viðstaddir kennslustundir þar sem notkun slíkra tækja er heimiluð, standa sig að sama skapi verr en þegar þeir læra í umhverfi þar sem notkun slíkra tækja er bönnuð. Það þykir benda til þess að snjallsímar og spjaldtölvur í skólastofum hafi slæm áhrif á kennsluumhverfið í heild en ekki einungis nemendur sem nota slík tæki til afþreyingar meðan á kennslu stendur.

Rannsakendur frá Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum framkvæmdu rannsókn í skólastofu þar sem þeir könnuðu hvort það að færa athygli af námsefni og á afþreyingarefni til skiptis hefði áhrif á annars vegar frammistöðu nemenda í einni ákveðinni kennslustund og hins vegar frammistöðu nemenda til lengri tíma.

118 sálfræðinemar í Rutgers-háskólanum tóku þátt í rannsókninni sem stóð yfir í eina skólaönn. Fartölvur, símar, spjaldtölvur og sambærileg tæki voru bönnuð í helming fyrirlestra og leyfð í hinum helmingnum. Í þeim kennslustundum sem tækin voru leyfð, voru nemendur beðnir um að skrá niður hvort þeir hefðu notað tækið meðan á kennslu stóð í afþreyingartilgangi, eða notað það til einhvers annars en að læra.

Áhrif á langtímaminni

Rannsakendur komust að því að notkun snjalltækja í kennslu hafði ekki áhrif á frammistöðu og skilning nemenda í einni ákveðinni kennslustund en einkunnir nemenda til lengri tíma, í lokaprófum í lok annar, versnuðu sem nam 5% eða um 0,5. Rannsóknin sýnir í fyrsta skipti fram á að misskipt athygli í kennslustofu hefur áhrif langtímaminni einstaklinga.

„Niðurstöðurnar ættu að vara nemendur og leiðbeinendur við því að misskipt athygli í kennslustofum hefur lúmsk áhrif á frammistöðu í prófum. Kennarar ættu að upplýsa nemendur um áhrifin — ekki einungis einstaka nemendur heldur alla í kennslustofunni,“ er haft eftir prófessor Arnold Glass, sem stjórnaði rannsókninni.

Kemur ekki á óvart

„Þetta kemur mér alls ekki á óvart, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. Fyrir rúmlega áratug byrjaði Baldur á því að biðja nemendur um að nota hvorki síma né tölvur í tímum hjá honum. Hann segir það hafa leitt til miklu meiri þátttöku nemenda í tímum og einnig betri undirbúnings þar sem nemendur viti það fyrir fram að þeir geti ekki skýlt sér bak við tölvuna í tímum.

„Ég var smá hikandi við þetta í byrjun því ég hélt að það yrði stúdentauppreisn,“ segir Baldur en bætir því við að það séu ekki margir sem mótmæla þessari vinnureglu þegar hann kynnir hana fyrir nemendum í upphafi námskeiða. Baldri finnst kennarar vera almennt of feimnir við að biðja nemendur um að sleppa því að nota tölvur eða síma.

Tímarnir eru miklu líflegri, nemendur hafa heilmikið fram að færa og spyrja frekar spurninga. Í kennslukönnunum í lok missera bregst það ekki að nemendur eru yfirleitt mjög ánægðir með þessa breytingu og segja hana hafa leitt til þess að þeir lesi og undirbúi sig ekki einungis betur heldur taki miklu virkari þátt í tímum og eru ánægðari með efnið, útskýrir Baldur.

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Ég er meira að segja farinn að leyfa mér það þegar ég kem inn sem gestafyrirlesari í tíma, hvort sem það er erlendis eða hér heima, að biðja nemendur bara um að setja tölvuna og símana til hliðar, segir Baldur og bætir því við að nú sé það orðið þannig í Háskóla Íslands að það þurfi að biðja nemendur sérstaklega um það í fyrsta tíma hvers námskeiðs að nota ekki síma. „Mér finnst það svolítið athyglisvert að það þurfi að byrja á því að fara yfir þessar grundvallarreglur, bætir hann við.

Baldur tekur þó fram að vissulega geti komið upp aðstæður þar sem nauðsynlegt sé að nota tölvur eða síma t.d. þegar það þarf að finna upplýsingar á netinu en það eigi þá að vera markviss tilgangur með því. „Þá er ákveðið markmið með tölvunotkuninni, útskýrir Baldur.

Betra að nota blað og penna

Baldur hefur kynnt sér rannsóknir sem sýna að nemendur muna síður hvað fram fer í tímum þegar þeir nota tölvubúnað.

„Þær rannsóknir sem ég hef kynnt mér sýna að menn muna frekar það sem fer fram í tímum þegar þeir skrifa það niður á blað frekar en að skrifa það í tölvu. Þær sýna að það festist einfaldlega betur í minni nemenda. Ég veit ekki af hverju en þetta sýna rannsóknirnar, segir Baldur.

Þá hefur Baldur einnig kynnt sér rannsóknir sem sýna að nemendur ofmeti hæfni sína þegar kemur að því að gera margt í einu (e. multitask). „Nemendur halda því fram að þeir geti gert margt í einu; fylgjast með í tímum, taka niður glósur og vera á netinu en rannsóknir sýna að þeir geta það í rauninni ekki, segir hann að lokum og hvetur um leið kennara á öllum skólastigum til að prófa þetta fyrirkomulag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »

Þrjú tímastjórnunarráð

07:49 Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Meira »

Morgunblaðið langoftast skoðað á timarit.is

07:37 Morgunblaðið er, eins og jafnan áður, langvinsælasti titillinn árið 2108 á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman tæplega 1.200 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Hægt er að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. Meira »

Breyting fjölgar ekki birtustundum

07:10 Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og kalt í veðri. Meira »

Úrkomudagarnir aldrei fleiri

06:30 Úrkomudagar í Reykjavík voru óvenjumargir í fyrra og hafa aldrei verið fleiri frá því mælingar hófust eða 261 talsins. Hæsti hiti ársins á landinu mældist 24,7 stig á Patreksfirði en mesta frost mældist 25,6 stig í Svartárkoti og við Mývatn. Meira »

Mundaði ljá á almannafæri

06:02 Lögreglan handtók mann á tvítugsaldri um fimmleytið í nótt sem mundaði ljá á förnum vegi í Breiðholtinu. Við öryggisleit kom í ljós að ungi maðurinn var einnig vopnaður piparúða. Meira »

Vilja hraða lagningu nýs sæstrengs

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) „leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar“. Meira »

Loðnan kemur þegar skilyrðin eru rétt

05:30 Upphafskvóti loðnu hefur ekki verið gefinn út og leiðangur sem er að ljúka gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.   Meira »

Eldri konum oft neitað um viðtal

05:30 Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur rannsakað stöðu eldri kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Búnaðarstofa rennur inn í ráðuneytið

05:30 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að búnaðarstofa verði hluti af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sjálfu, ekki undirstofnun ráðuneytisins, eftir flutning hennar frá Matvælastofnun. Meira »

Gæti opnast í næstu viku

05:30 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í gær. Hann var bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Stokki upp lífeyriskerfið

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir „gagngerum breytingum“ á íslenska lífeyriskerfinu. Kerfið sé dýrt fyrir fyrirtækin og geti jafnvel haldið niðri launum. Verkalýðsfélögin séu reiðubúin að skoða lækkun iðgjalda gegn því að laun verði hækkuð í samningunum. Meira »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...