Notkun snjalltækja í kennslustofum leiðir til lægri einkunna

Tillaga um að banna snjallsíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar hlaut ekki ...
Tillaga um að banna snjallsíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar hlaut ekki brautargengi í borgarstjórn fyrr á þessu ári. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Notkun snjallsíma og spjaldtölva í kennslustundum hefur neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda í lokaprófum og leiðir til lægri einkunna þegar slík tæki eru notuð í kennslustofum í öðrum en akademískum tilgangi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í tímaritinu Educational PsychologyNiðurstaðan kemur ekki á óvart, segir prófessor við Háskóla Íslands.

Rannsóknin er sú fyrsta sem sýnir fram á orsakatengsl milli truflunar frá snjalltækjum í kennslustundum og frammistöðu nemenda í prófum.

Slæm áhrif smita frá sér

Nemendur sem ekki nota snjallsíma eða spjaldtölvu, meðan á kennslu stendur, en eru viðstaddir kennslustundir þar sem notkun slíkra tækja er heimiluð, standa sig að sama skapi verr en þegar þeir læra í umhverfi þar sem notkun slíkra tækja er bönnuð. Það þykir benda til þess að snjallsímar og spjaldtölvur í skólastofum hafi slæm áhrif á kennsluumhverfið í heild en ekki einungis nemendur sem nota slík tæki til afþreyingar meðan á kennslu stendur.

Rannsakendur frá Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum framkvæmdu rannsókn í skólastofu þar sem þeir könnuðu hvort það að færa athygli af námsefni og á afþreyingarefni til skiptis hefði áhrif á annars vegar frammistöðu nemenda í einni ákveðinni kennslustund og hins vegar frammistöðu nemenda til lengri tíma.

118 sálfræðinemar í Rutgers-háskólanum tóku þátt í rannsókninni sem stóð yfir í eina skólaönn. Fartölvur, símar, spjaldtölvur og sambærileg tæki voru bönnuð í helming fyrirlestra og leyfð í hinum helmingnum. Í þeim kennslustundum sem tækin voru leyfð, voru nemendur beðnir um að skrá niður hvort þeir hefðu notað tækið meðan á kennslu stóð í afþreyingartilgangi, eða notað það til einhvers annars en að læra.

Áhrif á langtímaminni

Rannsakendur komust að því að notkun snjalltækja í kennslu hafði ekki áhrif á frammistöðu og skilning nemenda í einni ákveðinni kennslustund en einkunnir nemenda til lengri tíma, í lokaprófum í lok annar, versnuðu sem nam 5% eða um 0,5. Rannsóknin sýnir í fyrsta skipti fram á að misskipt athygli í kennslustofu hefur áhrif langtímaminni einstaklinga.

„Niðurstöðurnar ættu að vara nemendur og leiðbeinendur við því að misskipt athygli í kennslustofum hefur lúmsk áhrif á frammistöðu í prófum. Kennarar ættu að upplýsa nemendur um áhrifin — ekki einungis einstaka nemendur heldur alla í kennslustofunni,“ er haft eftir prófessor Arnold Glass, sem stjórnaði rannsókninni.

Kemur ekki á óvart

„Þetta kemur mér alls ekki á óvart, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. Fyrir rúmlega áratug byrjaði Baldur á því að biðja nemendur um að nota hvorki síma né tölvur í tímum hjá honum. Hann segir það hafa leitt til miklu meiri þátttöku nemenda í tímum og einnig betri undirbúnings þar sem nemendur viti það fyrir fram að þeir geti ekki skýlt sér bak við tölvuna í tímum.

„Ég var smá hikandi við þetta í byrjun því ég hélt að það yrði stúdentauppreisn,“ segir Baldur en bætir því við að það séu ekki margir sem mótmæla þessari vinnureglu þegar hann kynnir hana fyrir nemendum í upphafi námskeiða. Baldri finnst kennarar vera almennt of feimnir við að biðja nemendur um að sleppa því að nota tölvur eða síma.

Tímarnir eru miklu líflegri, nemendur hafa heilmikið fram að færa og spyrja frekar spurninga. Í kennslukönnunum í lok missera bregst það ekki að nemendur eru yfirleitt mjög ánægðir með þessa breytingu og segja hana hafa leitt til þess að þeir lesi og undirbúi sig ekki einungis betur heldur taki miklu virkari þátt í tímum og eru ánægðari með efnið, útskýrir Baldur.

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Ég er meira að segja farinn að leyfa mér það þegar ég kem inn sem gestafyrirlesari í tíma, hvort sem það er erlendis eða hér heima, að biðja nemendur bara um að setja tölvuna og símana til hliðar, segir Baldur og bætir því við að nú sé það orðið þannig í Háskóla Íslands að það þurfi að biðja nemendur sérstaklega um það í fyrsta tíma hvers námskeiðs að nota ekki síma. „Mér finnst það svolítið athyglisvert að það þurfi að byrja á því að fara yfir þessar grundvallarreglur, bætir hann við.

Baldur tekur þó fram að vissulega geti komið upp aðstæður þar sem nauðsynlegt sé að nota tölvur eða síma t.d. þegar það þarf að finna upplýsingar á netinu en það eigi þá að vera markviss tilgangur með því. „Þá er ákveðið markmið með tölvunotkuninni, útskýrir Baldur.

Betra að nota blað og penna

Baldur hefur kynnt sér rannsóknir sem sýna að nemendur muna síður hvað fram fer í tímum þegar þeir nota tölvubúnað.

„Þær rannsóknir sem ég hef kynnt mér sýna að menn muna frekar það sem fer fram í tímum þegar þeir skrifa það niður á blað frekar en að skrifa það í tölvu. Þær sýna að það festist einfaldlega betur í minni nemenda. Ég veit ekki af hverju en þetta sýna rannsóknirnar, segir Baldur.

Þá hefur Baldur einnig kynnt sér rannsóknir sem sýna að nemendur ofmeti hæfni sína þegar kemur að því að gera margt í einu (e. multitask). „Nemendur halda því fram að þeir geti gert margt í einu; fylgjast með í tímum, taka niður glósur og vera á netinu en rannsóknir sýna að þeir geta það í rauninni ekki, segir hann að lokum og hvetur um leið kennara á öllum skólastigum til að prófa þetta fyrirkomulag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mála til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

Í gær, 19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

Í gær, 19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »

Nokkrir hlauparar fluttir á slysadeild

Í gær, 17:50 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fór í morgun. Flytja þurfti á bilinu 7-9 hlaupara til aðhlynningar á slysadeild sökum örmögnunar og er það minna en mörg fyrri ár. Meira »

Glaður Dagur á Menningarnótt

Í gær, 16:55 „Það er allt á fullu alls staðar og hvar sem maður fer er fullt af fólki með bros á vör,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mikið er um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem Menningarnótt fer fram í 23. skiptið. Meira »

Stefnir í yfir 50% kjörsókn

Í gær, 16:45 Ágætislíkur eru á að kjörsókn fari yfir 50 prósent í íbúakosningum í Árborg þar sem íbúar kjósa um aðal- og deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Þetta segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Tuga hvala vaða við Rif

Í gær, 15:30 Hátt í hundrað grindhvalir hafa safnast saman innan hafnargarðsins við Rif á Snæfellsnesi. Ólíklegt er að um sömu hvalatorfu og varð innlyksa í Kolgrafafirði fyrr í mánuðinum sé að ræða þar sem kálfar eru í vöðunni við Rif. Björgunaraðilum hefur ekki tekist að reka þá út. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

Í gær, 13:59 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

„Heppin að vera á lífi“

Í gær, 13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

Í gær, 12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 23/7 (Ends 16...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...