Björguðu lundapysju í Vesturbænum

Vinir fundu lundapysju á Vesturgötunni í gærkvöldi, hlúð var að …
Vinir fundu lundapysju á Vesturgötunni í gærkvöldi, hlúð var að fuglinum sem fékk frelsi sitt á ný í dag. Félagarnir Logi Björnsson og Kjartan Henri Birgisson, f.v. mbl.is/Hari

Lundapysja, sem félagarnir Kjartan Henri Birgisson og Logi Björnsson fundu fyrir utan heimili Kjartans á Vesturgötu í Reykjavík, fékk frelsi sitt á ný í dag. „Hann átti eitthvað erfitt með að fljúga í gær en var bara sprækur í morgun,“ segir Birgir Þröstur Jóhannsson, faðir Kjartans, í samtali við mbl.is.

Pysjan var illa á sig komin í gær en virðist …
Pysjan var illa á sig komin í gær en virðist hafa braggast í nótt. Mynd/Hari

Samkvæmt Birgi var pysjan eitthvað illa á sig komin í gærkvöldi og átti erfitt með flug. Þá var ákveðið að hlúa að henni á heimili þeirra og fékk fuglinn að gista í hlýjunni á heimili þeirra í nótt. „Hann hefur kannski flogið á ljósastaur eða eitthvað, eins og hefur gerst í Vestmannaeyjum.“

Af Engeyjarætt

Margir fylgdu drengjunum þegar átti að sleppa pysjunni í dag.
Margir fylgdu drengjunum þegar átti að sleppa pysjunni í dag. mbl.is/Hari

Pysjan fékk frelsi sitt á ný síðdegis í dag og var heldur hress við flugtak að sögn Birgis. „Strákarnir gengu með pysjuna út á enda Vesturgötu og slepptu fuglinum þar. Hann flaug í áttina að Engey, ætli hann sé ekki af Engeyjarætt,“ segir Birgir og hlær.

„Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu,“ segir hann og bætir við að krökkunum í nágrenninu hafi verið boðið að koma með þegar pysjunni var sleppt. „Þetta var bara ágætismæting.“

Krakkarnir í hverfinu sýndu fuglinum mikinn áhuga.
Krakkarnir í hverfinu sýndu fuglinum mikinn áhuga. mbl.is/Hari
Að sögn viðstaddra flaug pysjan til Engeyjar.
Að sögn viðstaddra flaug pysjan til Engeyjar. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert