Fara af varaafli seinna í dag

Frá Hveragerði.
Frá Hveragerði.

Skipt verður um aflspenni í aðveitustöð Rarik í Hveragerði síðdegis í dag. Frá því seint í gærkvöldi hefur verið keyrt á vara­afli og kerfi Rarik frá Sel­fossi og Þor­láks­höfn.

Rafmagn fór af Hveragerði um klukkan 15 í gær en var komið á hjá öllum bænum um miðnætti. Síðan þá hefur verið keyrt á varaafli.

Samkvæmt upplýsingum frá Rarik kom upp bilun í aflspenni í aðveitustöðinni í Hveragerði þegar rafmagnsstrengur var grafinn upp. Fyrirtækið veit ekki af hverju þetta gerðist en segir að spennir, sem hefði átt að þola bilunina, hafi slegið út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert