Geta fengið fjórar milljónir fyrir 600 rúllur

Verðmæti liggja í heybirgðum sem bændur hafa ekki þörf fyrir. …
Verðmæti liggja í heybirgðum sem bændur hafa ekki þörf fyrir. Þá lítur vel út með seinni slátt sem bændur geta gert verðmæti úr. mbl.is/RAX

Bændur á stórum landbúnaðarsvæðum sem eru innan varnarhólfa vegna riðuveiki geta ekki tekið þátt í útflutningi á heyi til Noregs og missa því af því að gera sér verðmæti úr heybirgðum.

Heilbrigðisreglur eru strangari hér en í Noregi. Kaupendur heysins telja vænlegt að kaupa hey hér vegna góðrar sjúkdómastöðu og telja reglur hér óþarflega strangar.

Stór norsk samvinnufyrirtæki bænda tilkynntu í gær samkomulag um kaup á 30 þúsund rúllum. Verðmæti þeirra er rúmar 200 milljónir kr. Veruleg verðmæti liggja í umframheybirgðum bænda. Þannig getur bóndi sem selur 600 rúllur vænst þess að fá rúmar fjórar milljónir fyrir. Ingólfur Helgason, sem vinnur að útflutningi, bendir á í Morgunblaðinu í dag, að það myndi koma sér vel fyrir sauðfjárbændur sem séu í vandræðum vegna verðfalls afurðanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: