Nær öruggt að fé hefur drepist

Nokkrir sólarhringar eru í að áin nái eðlilegu rennsli.
Nokkrir sólarhringar eru í að áin nái eðlilegu rennsli. mbl.is/RAX

Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir nær öruggt að fé hafi farist í Skaftárhlaupinu en hversu margt sé nær ómögulegt að segja að svo stöddu.

„Bæði hefur það getað hafa farist í hlaupinu og svo er þetta endalaust að drepast í drullunni á eftir,“ segir Gísli sem sjálfur náði að bjarga einhverju fé nálægt sínu búi. „Þegar það flæddi hér náðum við að bjarga fé hér sem við vissum um en ég sá hér inn frá að þar voru einhverjir skrokkar inni við gljúfrið bara í hringiðu vatnselgsins,“ segir Gísli í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta fór út um allt hraun þar sem er fé. Bæði hér inn á afrétti hjá okkur og inn hjá Múla sem er næsti bær fyrir innan.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert