Tjón hjá Kjörís í rafmagnsleysi

Í ísgerð Kjöríss í Hveragerði.
Í ísgerð Kjöríss í Hveragerði. Golli

„Það kom högg á kerfið svo það er spurning hvort bilunin í spenninum er afleiðing af því,“ segir Halldór Guðmundur Halldórsson, rafvirki hjá Rarik, um rafmagnsleysi sem kom upp í Hveragerði klukkan þrjú í gær og stóð að stærstum hluta enn þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum í gærkvöld.

Aflspennir í aðalveitustöðinni í Hveragerði bilaði. Ísgerðin Kjörís er með starfsemi í Hveragerði og varð þar mikið tjón.

„Þetta er náttúrlega alveg hræðilegt. Við erum búin að vera án rafmagns síðan klukkan þrjú í dag, þá voru allar vélar í gangi og það er allt bara fast í vélunum þannig að það er allt ónýtt,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss ehf., í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert