Áletranir í Stöðvarfirði standast ekki lög

Listamaðurinn Kevin Sudeith skar listilega út lágmyndir, fugl og reiðmann.
Listamaðurinn Kevin Sudeith skar listilega út lágmyndir, fugl og reiðmann. Ljósmynd/Kevin Sudeith

Áletranir á kletta og náttúrumyndanir í Stöðvarfirði brjóta í bága við náttúruverndarlög. Listamaður fékk heimild fyrir áletrununum frá landeigendum staðarins og heimilaði Fjarðabyggð verkin.

Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin bíði svara frá Fjarðabyggð. „Þarna er skýrt bannákvæði í lögunum,“ segir hún.

Umhverfisstofnun ber að fylgja eftir náttúruverndarlögunum og hefur því sent fyrirspurn til Fjarðabyggðar um frekari upplýsingar varðandi leyfisveitingu sveitarfélagsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert