Beikon-presturinn gifti í dalnum

Sá sérstæði atburður átti sér stað í Húsdýragarðinum í dag að beikon-presturinn John Whiteside gaf saman hrútinn Grámann og ána Krúnu við það sem einhver myndi kannski kalla hátíðlega athöfn í dag. mbl.is var á staðnum en ríflega 20 þúsund manns eru í Beikon-söfnuðinum í Las Vegas. 

Whiteside, sem er fyrrverandi orrustuflugmaður, stofnaði The United Church of Bacon til þess að leggja ýmsum góðgerðarmálum lið. Hann er staddur á Íslandi vegna Reykjavik Food Festival sem verður haldin um helgina og var íslenska sauðkindin heiðruð með þessum hætti til þess að vekja athygli á viðburðinum.

Sjón er sögu ríkari og í myndskeiðinu er hægt að sjá hvernig athöfnin fór fram auk þess sem rætt er við Whiteside um beikon og trú.

Hér er hægt að fræðast um Beikon-kirkjuna.

Reykjavik Food Festival verður á Skólavörðustíg á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Áður hét hún Reykjavik Bacon Festival en verður með breyttu sniði í ár þar sem matarflóru landsins verður gert hátt undir höfði. Ýmis skemmtiatriði verða á staðnum og allur ágóði af sölu matarmiða rennur til góðgerðarmála. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert