Eldur hjá Stjörnugrís

Um 160 grísir voru í húsinu sem eldurinn kom upp …
Um 160 grísir voru í húsinu sem eldurinn kom upp í. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kom upp í gripahúsi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi í nótt. Nokkur eldur og mikill reykur var í húsinu er slökkvilið kom á vettvang. Innandyra voru um 160 grísir og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þurfti að aflífa einhverja þeirra. Enga manneskju sakaði.

Tilkynning um eldinn barst Neyðarlínu um eittleytið í nótt. Talið er að kviknað hafi í út frá vélum í loftræstikerfi hússins og því eldur í þaki þess. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rúmlega fjögur í nótt var aðgerðum á vettvangi lokið. Ekki var mikill eldur í húsinu þegar að var komið og tókst nokkuð fljótt að ráða niðurlögum hans. Reykræsting var hins vegar tímafrek.

Dýralæknir var kallaður á vettvang í nótt til að sinna dýrunum og þurfti að aflífa einhver þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert