Farþegum vélarinnar boðin áfallahjálp

Áfallateymi Rauða krossins er á Reykjavíkurflugvelli og býður farþegum vélar …
Áfallateymi Rauða krossins er á Reykjavíkurflugvelli og býður farþegum vélar Air Iceland Connect áfallahjálp vegna vélarbilunarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Áfallateymi Rauða krossins er á Reykjavíkurflugvelli vegna vélarbilunar sem kom upp í flugvél Air Iceland Connect á leið til Egilsstaða. Flugvélinni var snúið við og lent fljótlega eftir flugtak. 

44 farþegar voru í vélinni auk áhafnar þegar bilunin kom upp. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, sagði í samtali við mbl.is að einhverjir farþegar muni koma til með að nýta sér áfallahjálpina eða hafi nú þegar þegið aðstoðina.

Air Iceland Connect reynir nú eftir fremsta megni að koma farþegum vélarinnar á áfangastað eins fljótt og auðið er. Því segir hún líklegt að flestir muni halda áfram leið sinni þrátt fyrir atvikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert