Glimmerstrætó í gleðigöngu

Gleðivagninn í ár.
Gleðivagninn í ár. Ljósmynd/Markús Vilhjálmsson

„Eins og þjóðfélagið, þá eru almenningssamgöngur svo sannarlega fyrir alla og við gleðjumst yfir því að Strætó fagni fjölbreytileikanum með okkur,“ segir Gunnlaugur Bragi, formaður Hinsegin daga. Heilmerktur glimmervagn Strætó bs kemur til með að lífga upp á götur höfuðborgasvæðisins á næstu vikum í tilefni af Hinsegin dögum.

Samkvæmt Guðmundi Heiðari Helgasyni, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó bs, var vagninn í ár hannaður af auglýsingaskrifstofu Strætó í samstarfi við Hinsegin Daga. Strætó tók í fyrsta sinn þátt í gleðigöngunni á síðasta ári en þá var vagninn í litum regnbogans líkt og tákn mannréttindabaráttu samkynhneigðra.

Gleðivagninn í fyrra.
Gleðivagninn í fyrra. Ljósmynd/Aníta Eldjárn

Guðmundur segir hugmyndina að útliti vagnsins í ár að hluta til vera komna frá glimmersvaninum sem tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Páll Óskar fór um á í miðbæ Reykjavíkur á gleðigöngunni 2015.  Aftan á vagninum stendur svo „besta leiðin í baráttugleðina,“ en „besta leiðin“ er einmitt slagorð Strætó að sögn Guðmundar.

Vagninn fór í akstur fyrr í dag en Guðmundur segist ekki vera viss um hvaða leið hann mun keyra. „Hann mun líklega flakka á milli leiða á meðan hann verður uppi.“

Þá segir Guðmundur vagninn einnig vera umhverfisvænni en gleðivagninn í fyrra þar sem um er að ræða rafvagn í þetta skiptið.

Fríður hópur stjórnenda Hinsegin daga og fulltrúa Strætó bs.
Fríður hópur stjórnenda Hinsegin daga og fulltrúa Strætó bs. Ljósmynd/Markús Vilhjálmsson

„Í fyrra notuðum við díselvagn þannig þetta verður svolítið spennandi í ár. Þetta verður alveg hljóðlaust í göngunni og það mun held ég passa alveg fullkomlega við hana. Í fyrra var aðeins meiri hávaði og vélarhljóð í honum. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.“

Glimmervagninn mun taka þátt í göngunni sjálfri í ár líkt og í fyrra og segir Guðmundur að hljóðkerfi verði líkast til komið fyrir í vagninum og þaðan spiluð tónlist. Aðspurður segir hann almenna farþega vissulega mega nýta sér vagninn meðan á göngunni stendur en varar við að þeir komist varla langt.

Gleðigangan fer fram á laugardaginn klukkan tvö og verður gengið frá Hörpu að Hljómskálagarðinum. Þar verða svo ókeypis útitónleikar þar sem fjölbreytileikanum verður fagnað. 

Glimmervagninn í tilefni Hinsegin daga er rafvagn.
Glimmervagninn í tilefni Hinsegin daga er rafvagn. Ljósmynd/Markús Vilhjálmsson
mbl.is

Innlent »

BDSM hneigður transmaður

09:54 Það eru mjög miklir fordómar ríkjandi gagnvart BDSMhneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSMhneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Meira »

Nýtt meðferðarheimili verði í Garðabæ

09:50 Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ.  Meira »

Launamunur kynja minnstur hér á landi

08:31 Konur í heiminum þénuðu að meðaltali 68% af launum karla árið 2018, en á Íslandi er launamunurinn minnstur þegar kemur að sambærilegum störfum, en hérlendis þénuðu konur tæplega 86% af launum karla. Meira »

Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

08:18 Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu fyrir utan Norðaustur- og Austurland, þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Andlát: Valgarður Egilsson læknir

05:30 Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor lést á heimili sínu í fyrradag, 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »