Guðmundur sækist eftir formennsku

Guðmundur sat í stjórn samtakanna 2012-2014.
Guðmundur sat í stjórn samtakanna 2012-2014. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Hörður Guðmundsson býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna. Kosið verður á þingi 27. október.

Hann segir samtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu en segir jafnframt tækifæri í erfiðleikunum „til að ná áttum og endurbyggja samtökin.“ Guðmundur talar um leið fyrir því að Neytendasamtökin verði „óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum”.

Meðal þess sem Guðmundur leggur áherslu á er að samtökin setji sig upp á móti hækkunum á neytendasköttum og „ofvöxtum bankakerfisins“. Þá vill hann stöðva starfsemi smálánafyrirtækja og gera Neytendasamtökin sýnilegri í umræðunni, m.a. á samfélagsmiðlum. 

Guðmundur Hörður var formaður Landverndar 2011-2015 og sat í stjórn Neytendasamtakanna 2012-2014. Hann er menntaður sagnfræðingur og hefur unnið við ýmislegt, svo sem kennslu og blaðamennsku.

Guðmundur sendi út fréttatilkynningu þessa efnis. Neytendasamtökin hafa starfað án formanns og traustrar stjórnar undanfarið ár, síðan Ólafur Arnarson sagði af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert