Hlaupandi brúður í Reykjavíkurmaraþoni

Nái Helga Sóley settu markmiði í áheitasöfnuninni hyggst hún hlaupa ...
Nái Helga Sóley settu markmiði í áheitasöfnuninni hyggst hún hlaupa með brúðarslörið á sér. mbl.is/Ófeigur

„Síðustu 2 ár hef ég staðið á hliðarlínunni og fylgst með bróður mínum koma í mark eftir 10 kílómetra hlaup. Eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að ég skyldi taka þátt að ári liðnu og láta gott af mér leiða,“ segir Helga Sóley Hilmarsdóttir. Helga kemur til með að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en síðar þann sama dag ætlar hún að gifta sig.

Helga segir að brúðkaupsdagurinn hafi verið nýákveðinn þegar hún mundi eftir hlaupinu. „Við vorum tiltölulega nýbúin að festa niður daginn og búin að bóka sal þegar ég átta mig á því að hlaupið yrði sama dag.“

Helga segist þó hafa tekið þá ákvörðun samstundis að láta brúðkaupið ekki standa í vegi fyrir hlaupinu og nýta þess í stað tækifærið til að vekja enn frekari athygli á söfnun sinni fyrir Krabbameinsfélagið.

Helga Sóley.
Helga Sóley. Ljósmynd/Aðsend

Móðurbróðir Helgu lést úr krabbameini í fyrra sem er ástæðan fyrir því að Krabbameinsfélagið varð fyrir valinu. Þá segir hún krabbamein vera málefni sem snerti flesta á einhvern hátt líkt og það hafði áhrif á hennar eigin fjölskyldu.

Helga hyggst hlaupa tíu kílómetra og hefst hlaupið klukkan 9:35 og á brúðkaupið að hefjast um fjórum klukkustundum síðar, eða klukkan 13:30. „Ég er búin að skipuleggja mig í þaula og er markmiðið að ná þessu á 80 mínútum svo að ég hafi tvo og hálfan tíma til að gera mig til og koma mér í kirkjuna á tilsettum tíma,“ segir hún.

Þá hafi brúðkaupsgestir verið þokkalega duglegir að heita á brúðina verðandi þó að margir séu að hlaupa sjálfir.

Helga ásamt unnusta sínum og sonum.
Helga ásamt unnusta sínum og sonum. Ljósmynd/Aðsend

Helga segir hlaupið einungis gera stóra daginn enn eftirminnilegri og vera frábæra leið til þess að láta gott af sér leiða og stuðla að bættri heilsu á sama tíma. „Sérstaklega ef ég næ markmiðinu sem ég setti mér,“ bætir hún við en söfnunarmarkmið Helgu er 100.000 krónur. Nái helga því markmiði hyggst hún svo hlaupa með brúðarslörið á sér.

Undirbúningur fyrir hlaupið hefur gengið ágætlega að sögn Helgu þó að það hafi reynt meira á en ella sökum undirbúnings fyrir brúðkaupið.

„Það hefur bara gengið þokkalega vel. Vissulega hef ég fengið að finna fyrir beinhimnubólgu og þreytuverkjum í fótum en það hvatti mig í göngugreiningu. Ég má ekki við neinum slíkum aukakvillum á stóra deginum.“

Aðspurð segir Helga að brúðguminn verði fjarri góðu gamni í hlaupinu í þetta sinn, enda verði á nógu að taka á öðrum sviðum. „Hann verður bara í rólegheitum ef svo má kalla, að gera sig og syni okkar til fyrir komandi dag.“

mbl.is

Innlent »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

Í gær, 14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

Í gær, 14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »

Valt og endaði á vegriði

Í gær, 14:06 Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af. Meira »

Sýndarveruleikasýning til 30 ára

Í gær, 13:42 Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld. Meira »

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

Í gær, 12:57 Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »