Leitinni miðar ekkert áfram

Björn Daníel Sigurðsson.
Björn Daníel Sigurðsson. Ljósmynd/Lögreglan

Leit lögreglu að Birni Daníel Sigurðssyni, fanganum sem skilaði sér ekki á áfangaheimilið Vernd síðastliðinn laugardag, hefur engan árangur borið. Þetta segir aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. 

Uppfært kl. 11:05

Búið er að handtaka Björn Daníel

„Henni miðar bara ekki neitt,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri, inntur eftir því hvernig leitin að fanganum hafi gengið. Hann segir þó að einhverjar vísbendingar eða ábendingar hafi borist lögreglu en þær upplýsingar séu takmarkaðar.

Björn Daníel afplánar nú fjög­urra ára fang­els­is­dóm sem hann hlaut í fe­brú­ar á síðasta ári fyr­ir gróft heim­il­isof­beldi gegn þáverandi sambýliskonu sinni. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er Björn Daníel er 26 ára, 180 sm á hæð og um 80 kg. Hann var klædd­ur í íþróttafatnað og hvíta skó.

Lög­regla biður þá, sem vita hvar Björn Daní­el held­ur sig, eða geta veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir hans, vin­sam­leg­ast um að hringja strax í lög­regl­una í síma 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert