Metaðsókn á tjaldsvæði fyrir austan

Veðrið virðist hafa talsverð áhrif á hvar fólk kýs að …
Veðrið virðist hafa talsverð áhrif á hvar fólk kýs að fara í útilegu. Færri tjalda á Þingvöllum en áður. mbl.is/Árni Sæberg

Háannatíminn á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum byrjaði mun fyrr þetta árið en síðustu ár. Annirnar má vafalaust rekja til blíðskaparveðursins sem þar hefur verið, að sögn Ísleifs Gissurarsonar, starfsmanns á tjaldsvæðinu.

„Við höfum þurft að senda fólk á aðra staði sumar helgar og höfum tekið gamla tjaldsvæðið í notkun,“ segir Ísleifur. Fyrir nokkrum árum skipti bærinn um tjaldsvæði og var því eldra tjaldsvæðið autt. Ráðast þurfti í endurbætur á gamla svæðinu svo hægt væri að senda fólk þangað.

„Aðsóknin hefur verið ótrúlega mikil, við munum ekki eftir því að bæði tjaldsvæðin hafi verið í notkun á sama tíma,“ segir Ísleifur. Tjaldsvæðin í nágrenninu hafa einnig verið vel sótt enda blómlegur tími og hásumar. Þakka má hlýja veðrinu á Egilsstöðum fyrir aðsóknina en einnig hefur rigningarveðrið á höfuðborgarsvæðinu haft áhrif, að sögn Ísleifs.

Búist var við því að erlendir ferðamenn yrðu í meirihluta á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum en það varð ekki raunin og hafa Íslendingar verið í meirihluta á svæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um aðsókn á tjaldsvæði landsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert